Hjólaðar eru dagleiðir í nágrenni Víkur. Við munum skoða Þakgil, Litlu Heiði og fleiri markverða staði á Suðurlandi. Dagleiðirnar eru stuttar, 30-40 km, að mestu á möl og það er töluvert um brekkur fyrri daginn.

 

Laugardagur

Leggjum af stað frá tjaldsvæðinu kl 10:00 og hjólum upp í Þakgil. Leiðin er falleg og dálítið krefjandi, en samt fær öllum sem eru í sæmilegu hjólaformi. Áætluð lending í sundlauginn í Vík er kl 18 og farið verður út að borða kl 20. Við munum gista á tjaldsvæðinu í Vík, þar er góð aðstaða til að sitja inni, hægt að hita vatn og rista brauð. Erfiðleikastig 6.

 

Sunnudagur

Tökum pjönkur okkar saman um kl 10 og keyrum upp fyrir bæinn, þar er fallegur dalur sem liggur niður að Kerlingardalsá. Við munum hjóla hann og svo er val um nokkrar leiðir. Dyrhólaey, Sólheimasandur og upp að Sólheimajökli. Lítið um brekkur en allt á malarvegum. Erfiðleikastig 4.

 

Ekkert þátttökugjald er í þessari ferð, fólk greiðir sjálft fyrir gistingu á tjaldsvæðinu og far til Víkur (3000 pr farþega) sem greiðist bílstjóra. Bókanir sendast Hrönn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., takið fram fjölda og hvort ykkur vanti far eða getið boðið far. Sameinumst eins og hægt er í bíla.

 

-Ferðanefnd

Vík í Mýrdal