Skráning er hafin í Hvítasunnuferðina þar sem hjólaður verður góður hringur um Suðurland og yfir á Reykjanes. Hjólað verður með allan farangur og gist í tjaldi.

Lagt af stað föstudaginn 2. júní kl. 17 og komið til baka mánudaginn 5. júní um eða eftir miðjan dag. Hjólaðar verða 50-75 km. dagleiðir, Reykavík - Þingvellir - Selfoss - Stokkseyri - Eyrarbakki - Grindavík - Vogar - höfuðborgarsvæðið. Hjólaleiðin er ekki erfið en þátttakendur þurfa að hafa getu til að hjóla langar dagleiðir á þungu hjóli.

Fararstjórar eru Auður, Björn og Guðný.

Skráning og nánari upplýsingar fást með að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í s. 8445733