Við þökkum afar góðar móttökur við tilraun okkar til að efla hjólamenninguna á Menningarnótt þar sem sjálfboðaliðar frá hjólreiðar.is spjölluðu við gesti Menningarnætur um hjólreiðar og gáfu nýju bæklingana sem fara yfir kosti hjólreiða og tækni samgönguhjólreiða, ásamt Hjólhestum og fleira efni frá okkur.

Verkefnið er hvata- og fræðsluverkefni Landssamtaka hjólreiðamanna og Fjallahjólaklúbbsins.  Við stefnum síðan að því að koma fram á fleiri viðburðum á næstu vikum. Ef þú hefur áhuga á að aðstoða við þetta skemmtilega verkefni part úr degi endilega hafðu samband, margar hendur vinna stórt verk.