Miklabraut.
Ein aðalumferðaræð Reykjavíkurborgar, bæði fyrir umferð bifreiða og hjólreiðafólks.
Elstu menn muna ekki eftir stígunum meðfram henni öðruvísi en svona frostskemmdum og hrörlegum. En þeir hinir sömu glöddust mikið þegar bæjaryfirvöld sögðu rétt fyrir kosningar vorið 1998 að það sumar yrðu allir stígar við Miklubraut teknir í gegn og lagfærðir.

Eitthvað stoppaði þó framkvæmdirnar, því ekkert bólar á þeim enn núna í mars 1999.

mvc-024f.jpg
Djúp hola við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í apríl 1998. Ári seinna, mars 1999 og fyrir neðan horft í hina áttina eftir Kringlumýrarbraut

Þetta er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur:

   

Gatnamótin Miklabraut, Grensásvegur. Þarna hefur verið trassað lengi að ganga frá eftir viðgerðir. Þessi mynd er tekin í apríl 1998...

og þessi var tekin eftir sumarið, í ágúst 1998.
Mvc-013f.jpg
Og hinumegin við gatnamótin í apríl 1998... ...ágúst 1998.
 

mvc-005s.jpg

Þessi hái kantur varð útundan í nýlegu átaki þegar borgin var nokkuð dugleg við að fjarlægja svona ófögnuð af göngu og hjólaleiðum og gera þær greiðfærar þeim sem leiðirnar eru ætlaðar. Eins og sjá má á skónum sem er af stærðinni 45 er ekki auðvelt að hjóla upp kantinn, heldur velur fólk greiðari leið við hliðina. Þar er forarsvað í bleytu og djúp förin í leðjunni frjósa svo á veturna. Snjóruðningstæki koma ekki þarna nálægt frekar en við aðrar hindranir á stígum, enda jafn líklegt að þeir skemmi skófluna hjá sér eins og að hjólreiðafólk skemmi gjarðirnar sínar á kantinum.

mvc-017f.jpg
Leðja og for Frosin djúp för Snjóruðningstækið tók krók út á Miklubraut þennan vetrardag til að komast framhjá kantinum
   

Svona komu stígarnir undan vetrinum 1998.

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691