Hér að ofan má sjá ýmsar útgáfur af hjólareinum í vegaröxl í dreifbýli. Írland, Þýskaland, Frakkland og víðar. Nibbur marka hjólareinina hér að ofan og vekja þá bílstjóra sem sofna undir stýri.

Þessi góði hjólastígur liggur frá Amsterdam og niður að strönd. Hann er hluti af neti sem nær um allt Holland og á gatnamótum eru vegvísar sem sýna hvert leiðin liggur og hversu langt er þangað. Hér að ofan sést að bíll sem kemur úr hliðargötunni þarf fyrst að stöðva við biðskyldu þegar hann kemur að göngustígnum, aftur við hjólastíginn og enn aftur áður en hann fer út á veginn. Þeir sem eru að fara eftir aðalleiðinni ættu ekki að verða fyrir óþægindum eða lenda í hættu.

Á þriðja áratugnum byggðu Hollendingar þessa 30km löngu stíflu á vinstri myndinni og létu að sjálfsögðu ekki vanta breiðan góðan hjólastíg til hliðar.  Vonandi gleymist ekki hjólaleið eftir Sundabraut sem verið er að hanna þessa dagana, því ekki nota allar fjölskyldur einkabíla.


Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti:  Páll Guðjónsson

© ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691