Hjólreiðar og umferð bifreiða fara illa saman vegna slysahættu og einnig sýna kannanir að hjólreiðar almennings stóraukast þegar í boði eru öruggar og þægilegar hjólaleiðir. Best er að aðskilja mjúka umferð með sér stígum í hæfilegri fjarlægð frá bifreiðaumferð, en aðstæður leyfa það ekki alltaf. Víða í Evrópu hefur þá verið þrengt að umferðargötum með sérstökum afmörkuðum hjólareinum, sem liggja hindranalaust yfir gatnamót.

Innkeyrsla vel merkt við aðgreinda göngu og hjólastíga við hlið umferðargötu

Rúmur hjólavegur með aðskildum akgreinum til beggja átta og göngustígur beggja vegna götunnar

Afmarkaðar hjólareinar í Sviss

og í miðborg London

   

Mjög víða eru þessar hjólareinar gerðar sérlega áberandi með rauðu eða bláu malbiki. Þessar myndir sýna að hægt er að koma hjólareinum fyrir við flestar aðstæður eins og t.d. sést á myndinni hér að ofan, sem er tekin í London. Þar eins og víða í borgum og bæjum er verið að byggja upp net öruggra hjólaleiða um borgina, sem er hluti af neti hjólaleiða um allt Bretland. Sjá nánar


Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


 

Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

 

Texti: Páll Guðjónsson

 

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691