Gullinbrú  1. maí 1999

 

Fljótlega eftir Hjólaþingið var opnuð leið undir Gullinbrú beggja vegna.  Hér sést leiðin sunnanmegin. Reyndar stóð áfram skiltið sem sagði "Vinnusvæði - aðgangur bannaður" vestanmegin beggja vegna.

Hér er leiðin norðanmegin.  Eins og sjá má er þetta mun öruggari leið en yfir þunga umferðargötuna fyrir ofan.  Það þarf að fara varlega þarna um enda er þetta vinnusvæði og vonandi verða útbúnar svona leiðir framhjá sambærilegum framkvæmdum í framtíðinni.

30. apríl átti ljósmyndarinn leið þarna um aftur og var þá komið þetta vinalega skilti suðaustanmegin sem bauð fólki að fara varlega undir brúna þrátt fyrir öll bannskiltin.

Viku seinna, þann 5. júní var svo allt timburverkið horfið og loksins farið að sjá fyrir endan á framkvæmdunum.  Búið að koma fyrir fyrsta hlutanum af brúnni sem mun þjóna gangandi og hjólandi umferð þarna og hinir hlutarnir biðu tilbúnir fyrir ofan. Enn var greiðfært um framkvæmdasvæðið.

 


30. maí 1999

Við sömu tækifæri voru þessar myndir teknar af stígnum við Endurvinnsluna sem fjallað er um annarsstaðar.  Þessi gatnamót var búið að laga og verið að vinna að lagfæringum á leiðinni upp að og yfir götuljósin fyrir ofan. Þarna er verið að helluleggja gatnamótin til að þau uppfylli kröfur blindra.


5. júní 1999

 

 

Stækkunin á Gullinbrú á að vera tilbúin í júlí og ekki annað að sjá en að það takist og að leiðin að henni verði líka komin í gott lag eftir miklar hremmingar undanfarna mánuði.  Grafarvogsbúar geta þá farið að huga aftur að öðrum valkostum í samgöngum en einkabílnum eftir um það bil 10 mánaða lokun.

 

 

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.

 

Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK júní 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691