Apríl 1999

Í bæklingnum sem við dreifðum á Hjólaþinginu og er að mestu óbreyttur hér á vefnum okkar, nema hvað heldur hefur verið aukið við myndirnar, var talað lítillega um ómerkt og stundum óvirk box svipuð þeim sem sjást hér fyrir neðan.  Þessi box eru af nokkrum mismunandi gerðum og hér er minnst á þrjár gerðir.

Þessi box eru við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og er ekki ætlað að flýta fyrir að grænt ljós komi eins og ætla mætti.

Þessi box eru ætluð blindum og sjóndöprum. Ef ýtt er á snertiflötinn efst blikkar ljós neðst til merkis um að rofinn hafi virkað og síðan gefur boxið frá sér hljóðmerki.  Fyrst rólega til merkis um að bíða og síðan hratt til merkis um að nú sé komið grænt ljós.  Þegar þessar myndir voru teknar 3
apríl 1999 voru boxin biluð beggja vegna Kringlumýrarbrautar en virkuðu yfir Miklubrautina. 
Þegar lagt er af stað yfir götuna á grænu ljósi á að vera hægt að stefna á hljóðið frá boxinu hinu megin götunnar.  Ég átti reyndar erfitt með að heyra í þessum boxum vegna umferðarhávaðans nema ég stæði við þau, þrátt fyrir ágæta heyrn.

Annarsstaðar við sömu götu eru samskonar box notuð á annan hátt í öðrum tilgangi!

 

 

Það er ekki að ástæðulausu að gangstígarnir þarna eru frostsprungnir.
            Vatnið nær ekki að renna af þeim og allt fer á flot.

 

 

Þessi gerð af boxum er algengari á staurum nálægt gatnamótum.  Þeim var ætlað að auka öryggi gangandi vegfarenda sem gátu ýtt á gula hnappinn.  Þá held ég að hafi kviknað á ljósi bak við svarta flötinn ofantil og logað þá "bíðið" í glugganum. Ekki tókst mér að finna slíkt ljós í lagi til að mynda en þó mátti greina stafina í svörtu plastinu. Hægri myndin er ýkt í tölvu, þó varla sjáist stafirnir.

Af þeim tökkum sem ég hef prófað síðustu vikur, af vísindalegri forvitni, var um helmingur óvirkur. Þar á meðal þessi við Grensásveg og annar við Vesturbæjarskóla.  Það segir sig sjálft að fólk lærir fljótt að hætta að ýta á bilaða takka og að ganga yfir á rauðu ljósi. 

Þarna er eftirliti greinilega ábótavant.

Þessum tökkum er oft komið fyrir utan gönguleiðar, t.d. á næsta ljósastaur en ætti auðvitað að vera innan handar bæði við gangbrautina og við akbrautina fyrir hjólreiðafólk þar sem um umferðarstýrð gatanmót er að ræða.

 

 

Bústaðavegur

Austan Grensásvegar er illa hjólfært
eftir Bústaðavegi nema úti á sjálfri
götunni, en þar á hjólreiðafólk nú
einmitt að vera samkvæmt íslenskum
lögum.

Samkvæmt stefnumörkun Aðalskipulags
Reykjavíkur er þó verið að bæta úr
öryggismálum hjólreiðafólks með
lagningu og endurbótum á stígakerfi
borgarinnar.

Hér er horft til austurs yfir dæmigerð
gamaldags 6 hlykkja gatnamótin við
Grensásveg, með dæmigerðum illa
frágengnum skurði eftir lagnaviðhald.

 

 

Síðan heldur leiðin áfram til austurs
eftir stíg sem verður skemmtilegri og
skemmtilegri eftir því sem hjólað er
fram á nýrri kafla, sem sýnir að þetta
horfir allt í rétta átt.  

Hérna er dæmigerður ljósastaur á
miðjum stíg þar sem hann er fyrir bæði
vegfarendum og snjóruðningstækjum.

 

 

Brúin yfir Kringlumýrarbraut mætti
vera breiðari og einnig mætti laga
þetta vegrið sem hætta er á að krækji
í töskur, eða að hjólreiðafólk rekist
í stangirnar þegar verið er að mæta
öðrum vegfarenda.                                            

Ég hef reynt hvortveggja á brúnni við
Kringluna.

Lærið jafnaði sig,
buxurnar og taskan ekki.

 

 

Þarna komum við að þægilegum og vel
hönnuðum undirgöngum.

Því miður eru þau ekki eins vel hönnuð
hinumegin, t.d. eru falin skot þar, þar sem
hægt er að sitja fyrir fólki og sumir eru hræddir
við að fara þar í gegn.

 

 

Skemmtileg leið með léttum sveigjum
sem laga stíginn að landslaginu.

 

 

Tveggja hlykkja gatnamót og síðan nýr
stígur niður að næstu  gatnamótum.
En ekki lengra.

 

 

Þarna, eins og svo víða um borgina
endar ágætis leið.  Nýliðinn sem
ætlaði að nýta sér þessa öruggu leið
til að komast á leiðarenda horfir í
allar áttir.  Hann sér ekkert framhald
á stígnum og annaðhvort gefst upp eða      
ákveður að nenna þessu ekki og fer út
á götuna, þar sem allar leiðir eru
beinar og greiðar.  Návíginu við
bifreiðarnar má venjast.

 

 

Við þessi gatnamót er eitt af þessum
áðurnefndu biluðu boxum.

 

 

Þarna var um tvær leiðir að velja, fyrir utan þessa beinu breiðu sem bílarnir nota.
Önnur er að beygja inn Flugvallarveginn og fara yfir hann, yfir á stíginn hinu meginn og gegnum undirgöngin undir Bústaðaveginn, taka 90 gráðu beygju, hjóla niður tvö þrep og halda síðan áfram sunnanmegin.

 

 

Hin leiðin liggur yfir Bústaðaveg, framhjá bílaröðinni, yfir Flugvallarveg, upp brattan kant að stígnum...

...niður að undirgöngunum, niður tvö þrep og svo áfram.

 

 

Styttri leið er að fara yfir gangbrautina og
beint niður brekkuna eins og neðri örin sýnir.
Þó er hætt við að sá sem það reyndi endaði
með fleiri ör en myndirnar hér. Þessi leið
er þó notuð eins og ummerkin sýna.

Ég mæli ekki með henni.

 

 

Ekki frekar en svona hönnun á undirgöngum. Ekki veit ég hversu gömul þau eru en vonandi dettur engum hönnuði lengur í hug að fólk drösli barnavögnum upp svona skúlptúra.

 

 

Þarna má líka sjá áðurnefnd tvö þrep. Það er lítið mál að hjóla niður þau. Erfiðara upp.
Á hjólastól ferðu ekki þarna og heldur ekki á snjóruðningstæki. 
Það ætti að vera lítið mál að setja þarna ramp.

 

 


Leiðin liggur síðan áfram eftir hitaveitustokknum, þar til hún endar aftur skyndilega þarna.

Ef leiðin er þrædd milli gulu steinnanna og hjólað eftir gamla veginum sem þeir loka, kemur í ljós þriðja tegundin af gangbrautarljósum.

Þetta er án efa besta tegundin. Þau eru með leiðbeiningum á íslensku og í myndmáli, þegar ítt er á hnappinn kviknar ljós sem segir fólki að bíða eftir græna ljósinu og það besta var að þau stöðvuðu umferðina fljótt og vel og nýttust því vel til að auka öryggi þeirra sem eiga leið yfir þessa götu sem er með töluvert mikilli umferð.

 

 


Ég vona bara að fyrst svona góð ljós eru fáanleg, að átak verði gert í borginni og öllum öðrum gerðum skipt út með þessarri.

 

 

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.

Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691