8. mars 1999 fór ég með myndavélina einu sinn enn upp í Grafarvog.

   

Þegar ég var kominn alla leið frá Bíldshöfða og framhjá Björgun gat loks að líta lítið skilti sem gaf til kynna að leiðin undir Gullinbrú væri lokuð.

   
mvc-019f.jpg
   
mvc-020f.jpg
   

mvc-008f.jpg


Annað stærra lá á hvolfi í reiðuleysi til hliðar við stíginn.

Sporin í snjónum sýna að fólk velur að halda þarna áfram þrátt fyrir framkvæmdirnar, enda fátt um fýsilega valkosti.

mvc-006f.jpg
 
mvc-015f.jpg mvc-018f.jpg
   

Nú var loks komið stórt skilti á hliðið sem lokaði leiðinni undir brúna.

Fólk sem þarf að komast leiðar sinnar notar þessa leið samt áfram eins og sést á förunum í snjónum.

   
mvc-022f.jpg mvc-005f.jpg
   

Myndirnar frá 29. nóvember 1998 sýndu hvernig búið var að þrengja mikið að þröngum stígnum yfir brúna beggja vegna en yfir holuna góðu var búið að byggja og setja upp grindverk.

 

Í mars var ástandið orðið enn verra og þurfti þá að þræða þröngan planka til að komast á brúna.

 

 

mvc-024f.jpg mvc-003f.jpg
   
mvc-007f.jpg mvc-010f.jpg

8. mars 1999

29. nóvember 1998

Ef skoðuð er merkingin á leiðinni undir brúna norðaustanmegin eru engar aðvaranir þar, heldur aðeins steypuklumpur með festingum fyrir skilti. Hjólreiðamaðurinn á myndinni fyrir ofan lét sig hafa það að hjóla þarna undir enda leiðin fær ef farið er varlega. Reyndar leyndist skilti efst í brekkunni sem benti fólki á að nota undirgöng undir Fjallkonuveg sem er þar, og annað samskonar skilti í miðri brekkunni.

   
mvc-010f.jpg mvc-011f.jpg
   

Þetta skilti blasir við bílstjórum þegar þeir eru komnir yfir Gullinbrú.

   
   

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

 

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691