Gullinbrú er kafli út af fyrir sig. Frá upphafi var hún aðeins hönnuð fyrir umferð bifreiða. Aðeins öðru megin er mjó ræma fyrir gangandi og hjólandi, svo þröng að erfitt er að mætast þar.

mvc-001f.jpg
   

 

mvc-004f.jpg
  11. apríl 1998

 

mvc-005f.jpg

 

   

Ef skoðuð er þróunin síðustu 12 mánuði á þessari einu leið gangandi og hjólandi úr Grafarvogi til Reykjavíkur, byrjaði árið með því að brúin var opin með sínum einkennilegu aðleiðum en við norðurendann var gömul hola sem náði inn á stíginn og verður að teljast stórhættuleg þar sem fallið er langt ef hrasað er við hana.

 


Ágúst 1998

Um sumarið hefur síðan verið unnið þarna, en holan ekki lagfærð heldur var þess í stað búið að koma fyrir á stígnum jarðefni til annarra viðgerða og umferðinni því verið stýrt að holunni. Nægilegt pláss er þarna í kring til að koma svona jarðefni fyrir án óþæginda og hættu fyrir aðra.

   
Ágúst 1998


Ef hjólað var upp brekkuna frá Gullinbrú og inn í Grafarvog, mátti sjá að framkvæmdir voru í gangi við götuna þarna. Búið var að merkja þær með því að koma fyrir stórum steypuklumpum, appelsínugulum keilum með endurskini, strengja borða með skærlitum flöggum og ekki annað að sjá en að stígurinn lægi slétt að nýja malbikinu.

Stígurinn lá beint ofaní skurð án nokkurra merkinga til að vara við hættunni.  Ofaní skurðinum var gulur plastborði sem varaði við rafmagnskaplinum þar.

   
   

 

mvc-002f.jpg

29. nóvember 1998

Vegna framkvæmda við breikkun Gullinbrúar var ákveðið að loka stígunum beggja vegna undir brúna á haustmánuðum.  Án þess að útbúa bráðabirgðaleið framhjá, merkja hvaða aðra leið fólk átti að fara eða merkja lokunina yfir höfuð sumsstaðar.

   
mvc-003f.jpg mvc-007f.jpg

29. nóvember 1998.  Búið að þrengja mjög að þröngum stígnum yfir Gullinbrú, beggja vegna.

   
mvc-017f.jpg mvc-013f.jpg
   

Afleiðingin var að fólk, sem þarf að komast leiðar sinnar, varð að klöngrast yfir vinnusvæðið eins og þessi ungi maður gerði.  Eða fara yfir þessa miklu umferðargötu og má minna á alvarlegt slys sem varð þarna.

Síðan versnaði ástandið...

   
   

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691