Leiðin lá aftur upp í Grafarvog 4. maí 1998 og mætti mér þá fyrst þessi lausamöl sem hafði verið sturtað niður við kantsteininn hjá Endurvinnslunni og gerði illt ástand þar enn verra því ekki er gott að hjóla í lausamöl.

mvc-004f.jpg
   

Þetta var reyndar lagað mörgum mánuðum seinna og er kominn hellulagður flái þarna, þar sem stígurinn endar og aðeins gatan tekur við.

mvc-005f.jpg
   

Þegar komið var upp að Björgun mætti maður svona litlu vegavinnuskilti eins og oft er sett niður þar sem unnið er við götur eins og verið var að gera þarna.

Ekki túlkaði ég það þó þannig að búið væri að leggja veginn yfir hjólastíginn góða, eins og raunin var.

   
mvc-008f.jpg mvc-010f.jpg
   
Mvc-013f_2.jpg
   
Mvc-014f_2.jpg mvc-015f.jpg

Eftir að hafa klöngrast yfir torfærurnar á mínu fjallahjóli kom ég loksins að, þar sem stígurinn birtist aftur og síðasti kaflinn lá yfir lausasand sem er gjörsamlega vonlaust að hjóla í og stórhættulegt.

   
Mvc-018f_2.jpg

Þessar keilur voru það eina sem varaði við framkvæmdunum Grafarvogsmegin.

mvc-016f.jpg
   

Að sjálfsögðu er lágmarkskrafa að svona framkvæmdir séu merktar og kynntar almennilega, og örugg bráðabirgðaleið lögð framhjá.

Eina önnur leiðin þarna á milli er í upp og niður tvær af lengstu og bröttustu brekkum borgarinnar og var heldur ekki merkt við gatnamótin þar, að þar væri öruggari leið.

Önnur leið þarna á milli liggur upp og niður tvær lengstu og bröttustu brekkur borgarinnar.
Ekki var heldur ekki merkt við þau gatnamót að þar væri öruggari leið.

   
Mvc-020f_2.jpg mvc-022f.jpg
   

Á þessum tímapunkti var ennþá opið undir Gullbrú, beggja vegna.  Það átti eftir að breytast.

 

Ágúst 1998. Vegavinnuskilti og keilur á bak og burt og engar merkingar við framkvæmdirnar. Fólk lætur sig þó hafa það að klöngrast yfir torfærurnar enda ekki fýsilegir valkostir í boði.

   
   

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson 

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691