Þann 11. apríl 1998 lá leið mín í Grafarvog, og var lagt af stað með nokkrum kvíða yfir að mæta einhverjum ófærum á leiðinni enda hafði stígurinn lengi verið í smíðum og ég komið að ótrúlegustu torfærum á leiðinni og oft þurft að stíga af farskjótanum og bera hann yfir þær.

mvc-013f.jpg
   

Eftir að hafa skáskotið mér yfir þennan steypta kant við Endurvinnslustöðina lá stígurinn, með sínum beygjum og sveigjum, alla leið upp í Grafarvog.

mvc-014f.jpg
   

Það var meira að segja búið að hreinsa burt túnþökur sem hafði verið hent við hlið stígsins haustið áður, síðan fokið upp á hann og legið þar frosnar við stíginn meirihluta vetrar eins og hindranir á hindrunarbraut.

mvc-018f.jpg
   

Það er þannig með hjólastígana, að fólk notar þá ekki að neinum mæli nema þeir séu til staðar, fullkomlega öruggir og staðsettir rétt.

mvc-019f.jpg
   

 

 

Þarna mætti ég t.d. þessari fjölskyldu úti að hjóla í góða veðrinu.

 

mvc-020f.jpg
   

Ferðin var hin skemmtilegasta og sá ég nú fyrir mér góða tíð þar sem Grafarvogsbúar gætu farið að hvíla sína bíla í auknum mæli og farið að hjóla til vinnu, í skóla eða til vina og kunningja, sjálfum sér til ánægju og heilsubótar.

Nokkrum dögum seinna var leiðinni lokað.

mvc-021f.jpg
   

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691