Leiðin sem liggur frá nýju göngu- og hjólabrúnni yfir Miklubraut, við Rauðagerði, og upp í Elliðárdal var lokuð 2-3 mánuði haustið 1998.

Þegar ljósmyndari okkar fór á vettfang mættu honum engar merkingar sem vöruðu við framkvæmdunum heldur var þessi malarhaugur látinn marka af framkvæmdasvæðið.

 

   

Hann hélt áfram stíginn, sem á þessum tímapunkti var orðinn nokkuð góður miðað við drulluna sem menn höfðu þurft að vaða vikurnar á undan, þar til hann kom að næstu hindrun.

   

Stórum, djúpum og ómerktum skurði á óupplýstu svæði, þar sem framkvæmdir við holræsi stóðu yfir.

   

Ófrágengni stígurinn lá ekki mikið lengra svo næst þurfti að klöngrast yfir leðju og for leiðina að gamla stígnum. Á síðustu myndinni sést hvernig búið var að grafa burt gamla stíginn og tyrfa yfir löngu áður en stígurinn sem við átti að taka var tilbúinn.

   

Það er sjálfsögð krafa að aðalleiðum, eins og þessari, sé haldið opnum þó að verið sé að leggja annan stíg við hliðina. Eða amk. útbúin og merkt örugg hjáleið framhjá framkvæmdunum.  Þarna var aðalleiðin fyrst rifin upp, síðan torflögð og síðast, nokkrum vikum seinna, byrjað á nýja stígnum.

Þessi leið er komin í lag í dag.

   

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691