Til Íslands kemur mikið af ferðamönnum og margir þeirra kjósa að hjóla um landið í lengri eða skemmri tíma, einnig á veturna eins og sést á myndunum fyrir ofan. Íslenski fjallahjólaklúbburinn er í góðu sambandi við þetta fólk í gegnum heimasíðu klúbbsins og eitt helsta umkvörtunarefnið er hversu langt íslendingar séu á eftir evrópu í skipulagsmálum og sá algjöri forgangur sem einkabíllinn virðist njóta í samgöngukerfinu.

Biðskylda stöðvar bifreið þvert fyrir hjólastíg

Dæmigerð hlykkjótt gatnamót

Þeim finnst undarlegt, að til að fara beint yfir flest stærri gatnamót borgarinnar þarf að taka 4-6 beygjur. Bílum er iðulega lagt upp á gangstíg og loka honum án þess að þeir séu sektaðir. Víða eru box á staurum við gatnamót, en ekkert sem segir hvaða tilgangi þau þjóna. Ekkert gerist þegar ýtt er er á takkann nema hvað högghljóð berast frá boxinu. Þau eiga að venjast svipuðum boxum með leiðbeiningum og greinilegri virkni. Einnig kvarta þeir yfir lélegum frágangi vegna viðhalds og slysagildrum sem liggja víða eins og til dæmis útstæðir boltar á brúnni undir Miklubraut við Kringluna.

Mest eru þeir nú samt að dásama land og þjóð.

 

     

Ljósastýrð gatnamót.

Hjólreiðafólk ýtir á hnappinn eins og myndin sýnir og ljósin segja því hvað gera skal. Svona vantar við íslensk umferðarstýrð gatnamót

Íslenka útgáfan. Margir halda að þetta virki ekki og sumstaðar er það rétt.

 

Vegrið erlendis, rennislétt báðum megin.

Íslenska útgáfan: boltarnir standa óvarðir út úr og valda slysahættu. Sparnaðurinn borgaður af fórnarlömbunum.

   

Íslendingar leggja óhræddir uppi á gangstéttum enda amast lögreglan almennt ekki við því.

Erlendis þykir sjálfsagt að leggja ekki uppi á gangstétt nema það sé sérstaklega merkt að slíkt megi

   

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691