Hér eru nokkrar tilvitnanir í Aðalskipulag Reykjavíkur 1996-2016 og Þemahefti um umferð og umhverfi, sem sýna skilning borgaryfivalda á þeim vandamálum sem aukin bifreiðanotkun hefur í för með sér og virðingarverða framtíðarsýn þar sem fólki gefast fleiri og vænni valkostir í samgöngumálum:

Samgöngur verði öruggar, lífgi upp á umhverfið en spilli hvorki því né heilsu fólks. Samgöngur verði vistvænni en nú er, s.s. almenningssamgöngur, hjólreiðar og gangandi umferð.

Einnig er bent á hjólreiðar sem raunhæfan ferðamáta með bættu kerfi hjólreiðastíga og þverun umferðar, s.s. með brúm og undirgöngum.

Sérstakar hjólreiðareinar verða lagðar svo aðskilja megi umferð hjólandi frá umferð bíla og gangandi. Á þetta sérstaklega við um miðbæinn.

Samkvæmt útreikningum eru nú um 2200 íbúðir í borginni þar sem umferðarhávaði fer yfir viðmiðunarmörk. Hávaði getur haft áhrif á heilbrigði íbúa og því er brýnt að vinna markvisst að því að fækka þeim stöðum sem verst eru settir.

Bílar eiga stærstan hlut í mengun yfir Reykjavík. Mengun frá bílum er sérstakt vandamál þar sem umferð er þung og byggð er þétt og myndar gott skjól. Mengun frá bílum inniheldur mörg efni sem skaðleg eru heilsu og getur lagst á öndunarfæri manna. En mengun frá bílum er ekki aðeins staðbundið heilbrigðisvandamál heldur einnig hnattrænt mengunar- og umhverfisvandamál....Auðsætt er því að nauðsynlegt er að minnka mengun frá umferðinni svo lífsskilyrði borgarbúa verði bætt.

Hjólreiðar

Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að bæta og auka við stofnstígakerfi borgarinnar þannig að það megi verða raunhæfur kostur ferða til og frá vinnu. Aukin notkun hjóla á kostnað bifreiðanotkunar mun fjótlega sýna sig ekki aðeins í minni mengun og auðlindanotkun heldur einnig í betri hljóðvist og fækkun slysa sérstaklega ef hjólreiðar eru aðgreindar frá bílaumferð.

Aðgerðir

Aðskilja umferð hjólandi/gangandi vegfarenda og bílaumferð (þverun umferðar)

30 km umferðarsvæði

Markmiðið með þessum svæðum er að auka umferðaröryggi innan hverfa og taka sérstakt tillit til gangandi og hjólandi vegfarenda.

Þverun umferðar

Til að skapa aukið umferðaröryggi hjólandi og gangandi vegfarenda hafa á undanförnum árum verið byggðar brýr og undirgöng. Gera verður ráð fyrir að þörf sé fyrir um tvær þveranir í byggðum hverfum á ári næstu árin. Þó að þverun umferðar með göngubrúm og mislægum gatnamótum sé ágæt leið til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda geta þær auðveldlega leitt til aukins umferðarhraða. Góðar brýr og undirgöng geta minnkað mjög þau hindrunaráhrif sem umferðarmannvirki geta valdið. 

Forgangsröðun framkvæmda

Allt framtak, sem af aðalskipulagi leiðir, hefur áhrif á umhverfið. Í anda aðalskipulags Reykjavíkur er lögð á það áhersla að hönnun og framkvæmdir tryggi að neikvæðum áhrifum umferðar sé haldið í lágmarki.

Svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið er nú í undirbúningi í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu...

Þverun umferðar

Göngutengingar yfir umferðarbrautir, eða þveranir eru gerðar um leið og ný umferðarmannvirki eru tekin í notkun eða þegar verið er að bæta eldri, s.s. þegar gerð eru mislæg gatnamót. Oftast er um að ræða undirgöng en æ oftar er ráðist í smíði göngu- og hjólabrúa.

Gerð umferðarmannvirkja og umhverfis þeirra hefur á undanförnum áratugum fyrst og fremst miðast við að koma til móts við þarfir bíla.

BORGIR ÁN BÍLA

Ekki var verið að tala um að banna bíla í borgum en að spyrna við fótum eða eins og einn fyrirlesari á ráðstefnunni orðaði það að hætta að láta borgina aðlagast bílnum en þess í stað láta bílinn aðlagast borginni.

Í stofnskrá samtakanna kemur m.a. fram að til þess að öðlast heilnæmara umhverfi í þéttbýli verði að hvetja menn til þess að draga úr notkun einkabílsins og efla umhverfisvænar samgöngur, þ.m.t. almenningssamgöngur og hjólreiðar. Jafnframt þurfi að auka gangandi umferð og samnýtingu einkabíla. Borgunum er uppálagt að vinna að því að draga í áföngum úr notkun einkabíla í þéttbýli.

Fulltrúar Reykjavíkur í samtökunum eru borgarstjóri og skipulagsstjóri Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg, sem hefur verið virk innan samtakanna, á fulltrúa í þremur vinnuhópum: vinnuhóp sem fjallar um úrbætur fyrir hjólandi og gangandi, vinnuhóp sem leitar raunhæfra leiða til mótvægis við einkabílinn og vinnuhóp um almenningssamgöngur.

Bíla má hvíla

Þann 22. ágúst 1996 var haldinn hvíldardagur bílsins undir yfirskriftinni Bíla má hvíla.

Sjá nánar heimsíðu Reyjavíkurborgar http://www.reykjavik.is/

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.

Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691