Leiðrinar sem hjólaðar verða

28-29 júlí munum við hjóla á Vestfjörðum. Nánar tiltekið Mjóifjörður og Gilsfjörður. Við munum hittast í Heydal (í botni Mjóafjarðar) að morgni laugardags, og stefnan er að leggja af stað um kl 11:00

Þessar tvær dagleiðir eru ca 30 km, mest megnis á malarvegi. Þær eru að finna í fyrstu Hjólabókinni (Vestfirðir), leiðir númer 6 og 14. Gefum Ómari Smára, höfundi Hjólabókanna orðið:

„Ekki eru brekkurnar mikið að kvelja hjólreiðafólk í Mjóafirði. Hvergi þarf að fara yfir vatn nema á brúm. Ekki er heldur umferðarþungi að hrella hjólendur. Þetta er semsagt hin þægilegasta leið.“

Eftir hjólaferð laugardagsins munum við skola af okkur ferðarykið í heitum laugum í Heydal. Snæðum saman á veitingastaðnum og svo er gist í sumarbústað næstu nótt. Hafragrautur með kanelsykri, rúsínum og mjólkurdreitli í boði.

Á leiðinni suður verður hjólaður Gilsfjörður. Hann er líka þægilegur malarvegur, 30 kílómetrar og eftir hann munum við stoppa í Borgarnesi, fá okkur hamborgara og kveðjast eftir ánægjulega hjólahelgi.

Fólk þarf að greiða fyrir það sem það borðar og drekkur á veitingastaðnum og 2500 fyrir gistinu í sumarbústaðnum. 3500 fyrir utanfélagsmenn. Sængur og koddar á staðnum, það þarf bara að taka með rúmföt eða leigja á staðnum. Takmarkað pláss, fyrstir bóka, fyrstir fá. En engar áhyggjur, það er fínt tjaldsvæði á staðnum.

Við hvetjum sérstaklega félagsmenn frá Vestfjörðum til að fjölmanna, nú er styttra fyrir þá að fara til að komast með okkur í hjólaferð.
Hrönn Harðardóttir er fararstjóri og þátttaka tilkynnist með email til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Takið fram fjölda þátttakenda, hvort þið ætlið að gista í sumarbústaðnum 28 júlí og hvort þið getið boðið far eða vantar far. Og hvar þið eruð staðsett á landinu, við reynum að sameina fólk í bíla eftir því sem hægt er.

Munið eftir að taka með nesti til tveggja hjóladaga, pumpu og viðgerðasett til að gera við sprungið dekk.

Fólk er á eigin ábyrgð í ferðum Fjallahjólaklúbbsins.

Hér eru nokkrar svipmyndir úr ferð á sömu slóðir 2012.


 

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691