Átt þú skemmtilegar hjólamyndir úr ferðum eða hjólatúrum sem þig langar að sýna öðrum og segja frá? Hefur þú gaman af að skoða skemmtilegar hjólamyndir?

Fimmtudaginn 8. febrúar bjóðum við upp á “opinn skjá” þar sem þeir sem vilja geta boðið upp á stutta myndasýningu frá skemmtilegum hjóladögum. Við ætluðum að hafa þetta 1. febrúar en frestum myndasýningunni um viku vegna veðurviðvörunar á höfuðborgarsvæðinu 1. feb.

Einfaldast er að varpa myndum úr símum sem styðja skjádeilingu, en minnislykill gengur líka.. Þeir sem brenna af löngun til að sýna myndir eru beðnir að skrá sig á lista við viðburðinn á Facebook: Myndasýning - opinn skjár

Allir velkomnir

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691