Reiðhjól komu til landsins fyrir 125 árum og menn vita hvað er átt við þegar reiðhjól ber á góma. Nema á Alþingi því í umferðarlögum eru öll tækin hér fyrir ofan sett undir skilgreininguna reiðhjól.

Landssamtök hjólreiðamanna hafa ítrekað lagt til að farartækin fái að heita sínum réttu nöfnum í skilgreiningum laganna og að ákvæði um notkun reiðhjóla eigi jafnframt við um þessi tilteknu tæki. Það er rökrétt og gerir mönnum kleift að styðjast við þessa eina skilgreininu á reið­hjólum í öðrum lögum og reglum. Eins og staðan er núna er ekki visst að ákvæði þeirra eigi við um reiðhjól samkvæmt málvenju eða samkvæmt skilgreiningu í umferðarlögum. Núna er t.d. verið að endurskoða ákvæði reglu­gerðar um gerð og búnað reiðhjóla. Hvaða reiðhjól er átt við þar?

Fyrir neðan er reynt að þýða stofnanamálið yfir á mannamál og skýringamyndir eru hér efst. Ekki veit ég hver rökin eru fyrir þessu orðalagi því allan rökstuðning skortir.

Farartæki / lýsing í lögum Max hraði Má nota akbraut Má nota gangstétt / -stíga Lagalegt heiti Almennt kallað
Venjulegt reiðhjól Reiðhjól Reiðhjól
Reiðhjól með hjálparmótor Reiðhjól Rafmagnshjól / Pedalec
Vélknúið hlaupahjól 25 Bannað Reiðhjól Vélknúið hlaupahjól
Tvíhjóla ökutæki á einum öxli 25 Bannað Reiðhjól Segway
Hjólastóll max 15 km á klst. 25 Bannað Reiðhjól Rafmagnshjólastóll / Rafskutla
Létt bifhjól í flokki I 25 Létt bifhjól í flokki I (Rafmagns-) Vespa
Létt bifhjól í flokki II 45 Nei Létt bifhjól í flokki II Skellinaðra / vespa
Bifhjól Nei Bifhjól Mótorhjól

Hvaða farartæki er þetta?

Hvaða farartæki er þetta?

-Páll Guðjónsson og ÁD

Hjólhesturinn 1. tbl. 24. árg. mars 2015