Gísli Marteinn Baldursson

  1. Kjarninn er að skrifa um væringarnar á hægri vængnum í íslenskri pólitík. Það er allt saman áhugavert og maður verður var við heilmikinn áhuga á þessu nýja framboði – bæði á hægri og vinstri vængnum, þótt ólíkar ástæður liggi að baki þeim áhuga. Ég held að mesta áhyggjuefnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn sé ekki það að missa ESB-sinnaða [...]
  2. Virkilega gaman að þessu Kópavogsmáli. Eina sem ég er óánægður með, er hvað fáir hafa nýtt sér þetta ágæta tækifæri til að ræða það hvort skipulag Kópavogs undanfarin ár og áratugi hafi verið vel heppnað. Það er mjög áhugaverð umræða og gæti verið góð bæði fyrir Kópavog og önnur sveitarfélög. Ég held að þar hefði [...]
  3. Ég skrifaði um fylgi fjórflokksins á dögunum og vakti athygli á því að hann hefur aldrei verið óvinsælli en um þessar mundir. Hann var lengst af með í kringum 95% fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, bæði fyrir og eftir hrun. Í lok árs 2010 fór að halla undan fæti hjá fjórflokknum og leiðin hefur legið niður [...]
  4. Við sem elskum borgir höfum gaman af því að skoða gamlar myndir af þeim og bera saman við nýjar. Venjulega eru þetta fyrir/eftir myndir þar sem ljósmyndarar hafa komið sér fyrir á sama stað og gamlar myndir voru teknar. Hér eru hinsvegar næsta-stigs útgáfa af þessu. Hér hafa verið teknar Google götumyndir frá Lundúnum og gömlum [...]
  5. Það er rétt sem hin ágæta Sigrún Magnúsdóttir segir að þjóðaratkvæðagreiðslur eru oft „ráðgefandi“. Eftir sem áður þurfa stjórnmálamenn að gera það upp við samvisku sína hvernig þeir greiða atkvæði í tilteknu máli á þingi eða í sveitarstjórn. Hægt er ímynda sér þær aðstæður að stjórnmálamaður segi hreinlega fyrirfram að hann muni ekki fara eftir [...]