Hjólamenn

Vefsvæði Hjólamanna!
 1. SEM samtökin
  Hjólamenn hafa undanfarin ár styrkt SEM samtökin um upphæð sem tekur mið af hækkuðu þátttökugjaldi þeirra sem óska eftir skráningu í mót okkar eftir að skráningarfrestur er liðinn. Lítið var um slíkar skráningar á nýliðnu sumri, þannig við bættum örlitlu við í púkkið. Í ár nemur styrkupphæð okkar til SEM kr. 50.000.-.
 2. Ársreikningar

  Ársreikningar lagðir fram og samþykktir. Hagnaður ársins nam 472.182 kr. Eigið fé í árslok nam kr. 1.206.399,-

  Styrkir til félagsmanna

  Stjórn samþykkir að félagsmenn geti sótt um styrki til félagsins vegna hjólreiðatengdra verkefna. Stjórn leggur til að hluti af hagnaði ársins verði notaður til slíkra verkefna. Styrkir skulu auglýstir í síðasta lagi janúar 2017 með umsóknarfrest 1. febrúar. Með umsókn skal skila til stjórnar stuttri greinargerð um fyrirhugað verkefni.

  Aðrir styrkir

  Samþykkt að styrkja SEM samtökin um kr. 50.000 þúsund í nafni Hjólamanna.

  Mótamál 2017

  • Krísuvíkurtímataka 10. maí
  • Þingvallakeppnin 27. maí
  • Jökulmílan 1. júlí

  Ákveðið að prófa að starta Þingvallakeppninni 17:30.

  Óbreytt keppnisgjald í Þingvallakeppnina (3.500 kr.) og TT (3.000 kr.). Þátttökugjald í Jökulmílu, Hálfa Jökulmílu og Íslandsmeistaramót 6.000 kr. Sama gjald á allt.

  Hugmynd að startröð fyrir Jökulmílu:

  • Jökulmílan kl. 10
  • Hálf Jökulmíla kl. 11
  • Íslandsmeistarmót kk kl. 12
  • Íslandsmeistaramót kvk. kl. 12:15
  • Mílusprettur kl. 13

  Athuga með að búa til litaseríur fyrir númerin. Flokkar verða að vera vel aðskildir í viðburðinum. 

  • Svart 1-199
  • Rautt 200-399

  Athuga með héra. Augslýsa út frá meðalhraða og svo áætlaðan lokatíma.

  Tala við:

  • Hótel Búðir
  • Garmin
  • Hjólabúðir
  • Tilboð á gistingu í hótel Búðum.
  • Bankar.
  • Össur?

  Ný stjórn kosin:

  • Árni Guðlaugsson, formaður
  • Örn Sigurðsson, gjaldkeri
  • Sigurgeir Agnarsson, ritari
  • María Sæmundsdóttir, varamaður

  Önnur mál

  Stofna opin Facebook hóp í tengslum við fyrirhugaða ferð til Noregs til að taka þátt í Styrkeproven í júní.

  Fundi slitið 21:50

 3. Stjórn Hjólamanna boðar til aðalfundar þriðjudaginn 8. nóvember nk. kl. 20 í húsakynnum ÍSÍ að Engjateigi í Laugardal.

  Dagskrá:
  - Hefðbundin aðalfundarstörf
  - Önnur mál: Styrkveitingar til félagsmanna

  Skv. lögum félagsins þurfa málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum tilkynnt stjórn félagsins minnst 2 vikum fyrir aðalfund

 4. Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) krýndi bikarmeistara við verðlaunaafhendingu 24. nóvember sl. Jafnframt var tilkynnt við þessa verðlaunaafhendingu hverjir hefðu verið kosnir sem hjólreiðakona og hjólreiðamaður ársins 2015 og efnilegastu unglingar í kvennaog karlaflokki fengu viðurkenningar.

  Á árinu 2015 var keppt í fjórum bikarkeppnum í mismunandi keppnisgreinum hjólreiða innan HRÍ, en þessar keppnisgreinar voru götuhjólreiðar, tímataka, fjallahjólreiðar og fjallabrun. Í öllum þessum greinum voru haldin 4 bikarmót sem dreifðust yfir allt sl. sumar. Bikarmeistarar voru sem hér segir:

  Götuhjólreiðar
  Kvennaflokkur: Björk Kristjánsdóttir, Tindur
  Karlaflokkur: Ingvar Ómarsson, Tindur

  Tímataka
  Kvennaflokkur: Birna Björnsdóttir, 3SH
  Karlaflokkur: Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH

  Fjallahjólreiðar
  Kvennaflokkur: Björk Kristjánsdóttir, Tindur
  Karlaflokkur: Ingvar Ómarsson, Tindur

  Fjallabrunr
  Kvennaflokkur: Emilia Niewada, Hjólreiðafélag Akureyrar
  Karlaflokkur: Helgi Berg Friðþjófsson, Hjólreiðafélag Reykjavíkur

  Nánari úrslit má sjá á vefsíðu HRÍ, www.hjolamot.is.

  Aðildarfélög HRÍ kusu hverjir yrðu tilnefndir sem hjólreiðafólk ársins 2015. Úrslit úr þessari kosningu fóru á þá leið að Björk Kristjánsdóttir úr hjólreiðafélaginu Tindi var kosin hjólreiðakona ársins. Í karlaflokki var það Ingvar Ómarsson sem hlaut þennan heiður, en hann er einnig í hjólreiðafélaginu Tindi. Bæði áttu þau frábært keppnistímabil að baki og eru vel að að þessum heiðri komin.

  Að lokum voru efnilegustu unglingarnir heiðraðir með sérstakri viðurkenningu. Í kvennaflokki var það Kristín Edda Sveinsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem var kosin efnilegasti unglingurinn í kvennaflokki. En þess má til gamans geta að þetta er þriðja árið í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Í karlaflokki voru það tveir unglingar sem hlutu viðurkenningu en það voru þeir Gústav Darrason úr Tindi og Sæmundur Guðmundsson úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur.

   

  Björk Kristjánsdóttir og Ingvar Ómarsson, en bæði hjóla þau undir merkum Tinds
  (mynd: Óskar Ómarsson) 

 5. Aðalfundur Hjólamanna verður haldinn þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:30 í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, sal D.

   

  Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla formanns
  2. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Kosning um samstarf við Þríkó. Kosið eru um eftirfarandi:
   • að slíta samstarfi við Þríkó um æfingar
   • að hefja viðræður við Þríkó um sameiningu
   • óbreytt samstarf við Þríkó
  4. Kosning nýrrar stjórnar
  5. Mótshald 2015
  6. Önnur mál.