Hjólaaðstaðan í París París er með hjólavænustu borgum heims. Þar eru yfirvöld ekkert hikandi við að gefa hjólum og almenningssamgöngum forgang í gatnakerfinu. Ýmislegt er gert til að auðvelda fólki að hjóla um borgina, hjólabrautir, hjólareinar, hjólavísar á götum, forgangsakreinar með almenningsvögnum og núna í sumar var ráðist í stórkostlegt verkefni með 10 ára samningi um almennings leiguhjól sem kostar lítið sem ekkert að nota. Ég var á ferð um París 2002 og tók þá þessar myndir af aðstöðunni þar.

Hjólarein í Reykjavík Til samanburðar fylgja með nokkrar nýjar myndir frá Reykjavík í tilefni laga sem liggja fyrir alþingi um að banna hjólreiðafólki að nota forgangsakreinar þvert á markmið ríkisstjórnarinnar um að skipulega verði unnið að aukinni notkun vistvænna ökutækja.