Örugg hjólastæði þar sem hægt er að læsa hjólum tryggilega eru nauðsynleg. Mikið er um hjólastuld og virðist verðmæti hjólanna engu skipta. Öruggast er að læsa grind hjólsins við eitthvað traust eins og til dæmis stálpípurnar í þessum skemmtilegu hjólastæðum. Þeim er bæði hægt að koma fyrir á ónýttum svæðum á gangstétt eða úti á götunni í stað bílastæða.

  

  

  

Í Hafnarstræti var tekið eitt bílastæði og breytt í hjólastæði með skemmtilegum hætti og væri ekki úr vegi að gera það í auknum mæli í miðbænum. Nóg er til af pípunum, þeim hefur verið dreift víða um stíga borgarinnar. Ekki við hlið stíganna þar sem þær hefðu gagnast sem hjólastæði, heldur þvert yfir þá þar sem þær loka stígunum fyrir hjólreiðafólki, fötluðum, barnavögnum og snjóruðningstækjum.

  

  

  

Svona hjólastandar eru ekki vinsælir meðal hjólreiðafólks.  Þeir eru gjarnan kallaðir gjarðabanar, enda þarf lítið til að gjarðir skekkjist í þeim. Einnig er ekki hægt að læsa hjólum tryggilega við þá.

 

Nokkuð hefur verið sett upp af þessum skemmtilegu hjólastæðum, enda eru þau fyrirferðarlítil og skemmtilega hönnuð.  Því miður uppfylla þau ekki það skilyrði að hægt sé að læsa stellinu tryggilega við það auk þess sem armurinn sem fer yfir stýrið kemst ekki á stýri sem er með hraðamæli, ljósi, bjöllu og/eða gírskiptum.

 

Hér sést svipuð útgáfa frá Sviss, komið fyrir í snyrtilegu skýli.  Notaðir eru mismunandi breiðir armar sem henta mismunandi hjólum og raðar þeim þéttar en annars væri hægt.  Ekki er hægt að læsa hjólunum tryggilega við neitt.

  

Þarna er gott að læsa hjólunum tryggilega við rammgerðar grindur.

  

Þessi stæði í Amsterdam eru útbúin sér grind til að hægt sé að læsa hjólinu tryggilega og einnig er þeim raðað mis hátt til að hægt sé að raða þéttar.

Þessi stílhreina hönnun er gjörsamlega vonlaus sem hjólastæði.  Hjólunum er ekki haldið tryggilega. Ekki passa öll hjól og ekki er hægt að læsa hjólum tyggilega við þau

 

Þessi gerð af grindum hefur verið sett upp á nokkrum stöðum hérlendis en getur engan vegin kallast hjólastæði, þó það virðist tilgangurinn. Það er ekkert sem heldur hjólinu og ekkert til að læsa því við nema þá helst ef hjólinu er lagt upp við vegginn sem grindin er sett á og nota hana til að krækja lásnum í gegnum.

 

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.


Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson 

©ÍFHK Mars 1999.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691