Aðalfundur ÍFHK var haldinn 25. febrúar 2021 eftir frestun vegna Covid takmarkana á samkomum. Gekk hann vel fyrir sig, reksturinn er með ágætum, fjöldi félagsmanna nokkuð stöðugur og hugur í fólki að vera með öfluga starfsemi á árinu.

Það var kominn tími á að uppfæra lög klúbbsins sem núorðið kallast samþykktir og passa að þau fylgi leiðbeiningum frá Fyrirtækjaskrá. Það hafði verið undirbúið vel og gekk vel að fara í gegnum þær breytingar enda ekki um eðlislegar breytingar að ræða. Nýju samþykktirnar má lesa hér: Samþykktir ÍFHK.

Einnig var kosin ný stjórn sem sést hér fyrir ofan.

Fundargerðina má lesa hér: Aðalfundur ÍFHK 2021

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691