Kæru félagar. Félagsskírteini endurnýjuð í lok mars og til að einfalda ferlið og minnka kostnað ætlum við að biðja ykkur um að leggja árgjaldið beint inn á reikninginn okkar. 2.500 krónur fyrir einstakling og 3.500 fyrir fjölskylduáskrift. Reikningurinn okkar er númer 0515-26-600691 og kennitalan 600691-1399.

Þeir sem ekki leggja beint inn fá kröfurnar í heimabankann 12. mars með eindaga 19. mars og allir sem verða þá búnir að ganga frá greiðslum fá ný skírteini í póstinum ásamt Hjólhestinum fyrir næstu mánaðamót þegar eldri skírteini renna út. Annars verða skírteinin send sér þegar greiðsla berst en það væri gott að senda bæði í sömu sendingu og spara gjöld til banka og póstsins.

Allar breytingar á högum félagsmanna má tilkynna umsjónaraðila félagatalsins, póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það þarf ekki að tilkynna breytingar á heimilisfangi, við fáum upplýsingar um heimilisföng samkvæmt þjóðskrá frá bankanum. Ef fólk vill fá skírteinin send annað en á lögheimili, er það minnsta málið.

Hrönn, umsjónarmaður félagatals ÍFHK.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691