Við viljum minna á félagsgjöldin 2017 sem ættu að vera komin í heimabankann hjá öllum. Á næstu dögum kemur líka heim nýjasti Hjólhesturinn uppfullur af fróðleik og skemmtilegheitum ásamt greiðsluseðli til að minna á félagsgjöldin. Athugið að félagsskírteini er með í umslaginu hjá þeim sem greiddu fyrir 23 mars.

Það var öflugur hópur sem hittist í klúbbhúsinu síðasta fimmtudag og pakkaði öllu fyrir heimsendingu. Allir sem voru búnir að borga fá líka nýju félagsskírteinin með en þau gömlu renna út um mánaðamótin.

Ef þið fenguð ekki kröfu í heimabankann eða þið hafið ekki stigið skrefið og gengið í klúbbinn ennþá sendið okkur endilega póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar eru hér: Gangið í klúbbinn

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691