Klekkjum á Kuldabola

Jæja elskurnar þá fara brátt í hönd þessir uppáhaldsmánuðir okkar hjólreiðamanna des.-mars. Oft er nú svo að Kuldaboli vill vera að narta í okkur á hinum ýmsu stöðum. Ég ætla því að nota hönnunarhornið í þetta skiptið til að sýna ykkur hvernig klekkja má á Kuldabola á eyrum og hnjám.

Eins og svo oft áður er vetur konungur í þann veginn að ganga aftur í garð. Í huga margra er veturinn sá tími sem leggja ber hjólinu. Sú skoðun er sprottin af fáfræði því í boði er ýmis búnaður á hjólið svo og fatnaður sem auðvelda “baráttu” við vetur konung. Ef þú lesandi góður hefur einhverntíma notað skíði, þá skal á það minnst að vetrarhjólreiðar eru ekki verri kostur til útiveru hvað þá til ferðalaga í dagsins önn.

Það var hægur andvari að norðan með þurrviðri og ekki snjókorn á jörðu, þegar ég geystist seint um kvöld eftir stígnum í Fossvogsdalnum. Ég var í góðu skapi. Bílarnir voru víðs fjarri minni leið og í gegnum ljósmengun höfuðborgarinnar hafði ég orðið vitni að stjörnuhrapi úr Elliðaárdalnum.

Skyndilega kvað við mikil hundgá og hróp einhvers manns í myrkrinu. Ég snarhemlaði og losaði bandspotta úr frambremsunni. Í sömu andrá kom til mín svartklædd vera sem sótbölvaði mér í sífellu og spurði “hvort ég ætlaði að drepa hundinn?” Ég stundi við. Þessi svartklædda manneskja og þetta hundspott höfðu í einni svipan komið mér í virkilega fúlt skap. Um leið og ég settist á hjólið minnti ég manninn á að þessi metersmjóa ræma á stígnum tilheyrði hjólreiðafólki. Hann ætti að gæta að því hvar hundurinn ráfaði og ljósið á hjólinu hefði ekki verið þess megnugt að flóðlýsa svartan felubúning þeirra.

Sá misskilningur er afar útbreiddur hér á landi að tengivagnar fyrir börn séu hættulegir. Það mjög slæmt því þessir vagnar eru síst hættulegri en bílar. Við búum í samfélagi sem tekur lítið sem ekkert tillit til hjólreiðamanna en öðru máli gegnir þegar bílstjórar mæta furðufarkostum eins og reiðhjóli með skærgulum tengivagni, þá virðast þeir taka meira tillit til hjólreiðafólksins.

Þó lítið hafi sést til sérhannaðra reiðhjóla fyrir fatlaða hérlendis ennþá, er nú búið að laga nokkrar leiðir í Reykjavíkurborg það mikið að það ætti að vera orðið raunhæft að taka svona hjól í notkun hér.

Þá er veturinn að skella á og reiðhjólið sem líkamsþjálfunartæki fyrst að sýna sýnar bestu hliðar. Það er alveg ástæðulaust að koma því fyrir í geymslu. Það eru aðeins gamlar kreddur að hjólið sé ónothæft þó að sé hálka, snjór og kuldi. Til eru nagladekk og skjólgóð föt og yfir stóra skafla er alltaf hægt að teyma hjólið. Helsta vandamál vetrarhjólreiða eru meira og minna stjórnlausir bílar sem innihalda bílstjóra með afskaplega takmarkað útsýni. Það ætti því fyrst og fremst að leggja bílnum þar sem þeir geta valdið ómældum skaða. En hvað um það, það er ekki skynsemin sem knýr fólkið út í bílana heldur slæmur ávani. Hér á eftir kemur uppskrift af því hvernig best er að takast á við vetur konung án þess að þurfa að leggja sig í mikla hættu gagnvart bílaumferð, sóðaskap sem henni fylgir, kulda, vosbúð og láta hjólið koma sem best undan vetri.