Þá er tími ljósdíóðunnar kominn. Ljósdíóðan er greinilega að ryðja hefðbundinni ljósaperu af markaðnum. Sífellt fleiri díóðuljós líta dagsins ljós. Fyrirtækið Cateye kemur á hverju ári með ný ljós á markaðinn. Sum þeirra eru ekkert sérstök en oftast má finna athyglisverð ljós.

Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan LOOK framleiðandinn kom fyrst fram með smellupedala. Voru þeir sérstaklega hannaðir fyrir götuhjólakeppni. Skórnir sem við þessa pedala þurfti að nota voru ekki beinlínis merkilegir. Voru þeir meira og minna úr skræpóttu grjóthörðu vínilefni. Það var því ekki hægt að klæðast þeim við nein jakkaföt auk þess sem ákaflega óþægilegt var að ganga í flestum skóm þessarar gerðar. Það sem gerði þessa skó og pedala hins vegar ekki að almenningseign var að undir skóna þurfti að skrúfa skósmelluna, geysimikið plaststykki (Cleat). Var það svo stórt að ef maður steig af hjólinu gekk maður eins og mörgæs og í hverju fótmáli mátti heyra "klik-klak-klik-klak". Það var því ekki nein skemmtiganga fyrir 20 árum þegar dekk sprakk á keppnishjólinu og maður þurfti að ganga heim.

Matur á ferðalögum 


Mér datt í hug að setja á blað nokkur atriði sem að ég hef lært á mínum ferðalögum. Því að það eru ekki allir til í að lifa á bjúgnakaffi eða súrum bjúgum við að upplifa fegurð landsins okkar (tilvitnun í Magga Bergs).

Hvernig reiðhjól hentar mér best?


Það vorar og veður batna, margir fara að huga að reiðhjólum sínum, pumpa í dekkin, þurrka rykið, smyrja og fara út að hjóla. Aðrir fara í hjólabúðirnar til að velja sér eða sínum ný reiðhjól. Kemur þá í ljós að mikill frumskógur er þar og erfitt að fóta sig á þeim stígum. Þá eru skoðanir manna afar skiptar á því hvers konar hjól henti hverjum. Grein þessari er ætlað að hjálpa þér við val á réttu reiðhjóli fyrir þig og þína notkun.

Framljós – nýtt frá Cateye

Þá er enn einn veturinn genginn í garð og um leið tími ljósanna. Úrvalið á íslenska markaðnum hefur lítið breyst frá fyrri árum, hvað þá frá úrvali síðasta árs. Trek er þó komið með ný díóðuljós og Hjólhestinum barst í hendur glæný ljós frá Cateye. Örninn er umboðsaðili beggja framleiðenda.  

Þegar þetta er ritað þá var verðið á ljósunum ekki komið né heldur var hægt að lesa um þau á heimasíðu Cateye. En það er nokkuð spennandi að vera með þeim fyrstu að skoða ljós sem eiga líklega eftir að vera á markaðnum næstu 2-4 árin. Hér eru á ferðinni smáspennuljós sem flest ganga á 2,6 – 3,0 voltum fyrir utan eitt sem gengur á 5,4 - 6,0 voltum. Þetta eru því ódýrustu ljósin frá Cateye og má gera ráð fyrir því að verðið sé í öllum tilvikum undir 3500 kr. Cateye er þegar farin að hefja framleiðslu þessara ljósa úr gagnsæju plasti sem nýtir ljósið mun betur. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort það verði til þess að ljósið skíni beint í augu hjólreiðamanns með tilheyrandi truflun. 

Dekk, gjarðir og fatnaður  

Síðasti vetur (1999) var óvenju snjóþungur. Borgaryfirvöld hreinsuðu snjó af akvegum og bílastæðum nótt sem nýtan dag. Annað fékk að sitja á hakanum, þar á meðal stofnstígakerfið. Það væri afskaplega notalegt ef R-listinn stæði við sín fögru fyrirheit um að auka veg hjólandi og gangandi í borginni, líka á veturna. En borgin hirti hreinlega ekkert um að ryðja snjó af göngustígum nema þá ómarkvisst á afmörkuðum stöðum sem ekki dugði til samgangna.. Það er eins og D-listinn hafi aldrei farið frá eða félagarnir Einkabíllinn og Andsk… séu búnir að hrifsa til sín öll völd.  Vegna þessa varð undirritaður að hugsa hlutina upp á nýtt og deila ferðalögum sínum með akandi umferð á skeindum götum borgarinnar. Ekki dugði að hringja og kvarta enda er ég ekki bíleigandi. Ekki dugði heldur að nota nagladekkin sem höfðu verið undir hjólinu seinustu 5 vetur og enst einstaklega vel, Nokian 1,9” Mount and Ground 160 nagla. Það þurfti dekk með betra snjómynstri sem gæfi kost á að hjóla um akvegi borgarinnar með sem mestu öryggi. Sem betur fer var Nokian (www.nokian.com/bike) komin með ný dekk á markaðinn sem uppfylltu óskir mínar 2,1” Extreme 296 nagla. Það þurfti aðeins að skipta um dekk að framan til að auka öryggið til mikilla muna.

Við hjónin byrjuðum okkar hjóla-þróunarsögu fyrir 2 árum síðan þegar húsbóndinn fékk þokkalegt hjól. Síðan þegar frúin fékk hjól ári síðar voru á því táklemmur.  Þeim var hinsvegar kippt snarlega af eftir fyrsta hjólreiðatúrinn. Þar sem hún var nær fallin í götuna á öðru hverju horni sem þurfti að stoppa á. Þar með voru táklemmur stimplaðar sem stórhættulegur hlutur sem fyrir löngu hefði átt að vera bannaður.