Þessi listasmíði hér eru hjólastæði, og það engir gjarðabanar heldur gegna þau fullkomlega tilgangi sínum.  Þau veita hjólinu góðan stuðning og hægt er að læsa stellið tryggilega með alvöru U-lás.  Hjólamaðurinn heldur 5 hjólum - bókstaflega.

Það er Dero bike rack co sem framleiðir þessi hjólastæði og mörg fleiri hefðbundnari sem má skoða á vef þeirra ásamt fróðleik um hvað vikrar og hvað virkar ekki þegar hugað er að hönnun hjólastæða.  Við þökkum Óla litla ábendinguna og minnum á úttektina á hjólastæðum sem er hér á vef klúbbsins.

bmanweis.jpgbike1.jpgball.jpgbladeboarder.jpghelix2.jpghoop1.jpg