Þá er tími ljósdíóðunnar kominn. Ljósdíóðan er greinilega að ryðja hefðbundinni ljósaperu af markaðnum. Sífellt fleiri díóðuljós líta dagsins ljós. Fyrirtækið Cateye kemur á hverju ári með ný ljós á markaðinn. Sum þeirra eru ekkert sérstök en oftast má finna athyglisverð ljós.


Hér á eftir verður þremur þeirra gerð einhver skil. Byrjum á hvítu framljósi sem heitir Opti Cube EL400. Það fyrsta sem manni dettur í hug er: "Á þetta litla vasaljós að fara á reiðhjól?" Og viti menn þetta litla og netta ljós er ótrúlega gott. Það er ekki meira en rétt rúmlega 9 cm langt og 3 cm þar sem það er breiðast. Hefur það að geyma 3 hvítar ljósdíóður sem fá orku frá 3 AAA rafhlöðum. Með einum og sama segulrofanum er hægt að kveikja á ljósinu, fá blikk og slökkva. Er ljósinu komið fyrir undir eða yfir stýri með ól og smellu sem hægt er að snúa 90° til beggja hliða.
 
EL400.jpgÞað er mikill kostur að engin festing er skrúfuð á hjólið. Það gefur möguleika á því að festa ljósið á fleiri staði eins og t.d. á hjálm og stýrishorn eða framgaffal. Það takmarkast hins vegar við ummál hlutar sem Cateye gefur upp frá 22 mm að 32 mm. Ætla mætti að ljósið henti ekki á reiðhjól þar sem framlinsan er lítil og þröng. En hafa ber í huga að ljósið er með 3 öflugar ljósdíóður sem er það sama og EL200 þriggja díóðu ljósið og prófað var í Hjólhestinum fyrir ári. Það er því ekki annað hægt en að bera saman þessi tvö ljós. Ekkert ljósanna hentar til að lýsa fram veginn. Hins vegar er það bláskær litur ljósanna og blikkið sem gera ljósin að hentugum búnaði á götum og göngustígum.


Þó EL200 linsan sé nokkuð stærri en á EL400, er hún álíka sýnileg úti á götu, þá sérstaklega þegar ljósin eru látin blikka. Að auki er ljósbrot í EL400 linsunni nýtt til að lýsa upp glæran hring aftan við linsuna sem nýtist sem hliðargeisli. Cateye segir að EL400 ljósið gefi 90 candelpower (kandela). Það er mjög gott því hingað til hafa öll díóðuljós verið seld eins og ljósaperur án upplýsinga um wött.     

HL400.JPG
Það eru kannski ekki allir sem vita hvað Kandela er. En 1 Kandela er ljósstyrkurinn í tiltekna átt frá ljósgjafa sem sendir út einlita geislun með tíðninni 540x10__ Hz og hefur geislunarstyrkinn 1/683 wött á Steradian. Þetta eru fremur flókin fræði en það má þá framvegis gefa sér að ef einhver segist framleiða 100 Kandela ljós er það sterkara en EL400 ljósið.

Ljósið er sagt vera vatnsþétt allt niður að 50 metrum sem vonandi enginn hjólreiðamaður þarf að sannreyna. Sagt er að það endist í 15 tíma og í 160 tíma með blikki. Að vanda er þetta bull. Gera má ráð fyrir að eftir að ljósið hefur logað í u.þ.b. átta stundir sé afskaplega lítið eftir á rafhlöðunum og ljósið þá orðið ónothæft. Það er hér sem EL200 ljósið er betra því það notar fjórar AA rafhlöður. Það gæti því verið þjóðráð að nota hleðslurafhlöður. Ef nota á Ni-Mh rafhlöður þá þarf að breyta ljósinu örlítið (eins og önnur ljós frá Cateye) því spennuna á Alkaline rafhlöðunum (4.5 volt) er felld um eitt volt með 5.2 ohm viðnámi. Það má skammhleypa yfir þetta viðnám ef notaðar eru hleðslurafhlöður. En þrjár Ni-Mh rafhlöður gefa út 3,6 volt sem er málspenna hvítu ljósadíóðunnar. Við þá spennu dregur ljósið 220mA sem lækkar hratt við fallandi spennu. Þegar spennan hefur fallið niður í þrjú volt er ljósið orðið ónothæft í umferð og dregur þá 70mA. Þessu fylgir sú fyrirhöfn að finna verður hleðslutæki sem hlaðið getur þrjár AAA rafhlöður.

Ljósið er ekki stærra en svo að það fer ágætlega í vasa og nýtist því ágætlega sem vasaljós. Hver vill ekki vera með gott vasaljós til taks yfir dimmasta skammdegið? Þegar ljósið var til prófunar var ekki enn komið verð á það í Erninum en miðað við verð erlendis þá má gera ráð fyrir því að það muni kosta u.þ.b. 4 þús. kr. Þetta ljós er fyrir þá sem eru á léttum sporthjólum og vilja ekki íþyngja sér með stórum klunnalegum ljósgjöfum, hvorki á hjóli eða í vasa. Rauð og hvít karamella

Rauð og hvít karamella
ld100_r.jpgNú er komið að tröllakaramellum frá Cateye, eru þetta kringlótt ljós. Annað er rauðglært með rauðum díóðum og hitt glært með hvítum díóðum SL-LD100. Í hvoru ljósi fyrir sig er ljósgjafinn tvær SMT ljósdíóður sem drifnar eru af tveimur CR2032 hnapparafhlöðum. Þessu ljósi er hægt að koma fyrir alls staðar, á hjólið, á bakpokann, á handlegg eða fótlegg eða hvar sem hægt er að krækja því.     

ld100_w.jpgUtan um ljósið er teygja sem á er festur lítill segull. Með því að setja hann upp að ljósinu þá kveiknar á því. Með því að endurtaka þetta þá er hægt að láta ljósið blikka reglulega og líka óreglulega. Á endanum slekkur maður á ljósinu. Þessi ljós komast allt niður á 50 metar dýpi. Það gæti því vakið athygli bæði fiska sem og bílstjóra. Ekki er hægt að mæla með þessum ljósum sem aðalljósum.

Bæði er það að ljósin eru lítil og aðeins með tveimur díóðum. Hitt eru svo rafhlöðurnar sem endast ekki lengi. Ljósin eru hins vegar frábær sem aukaljós. Þá er sniðugt að hengja það á bakpoka eða fótlegg þar sem þau dingla og blikka. Verðið var ekki komið þegar ljósin voru prófuð en gera má ráð fyrir að þau muni kosta milli eitt til tvö þúsund krónur.
   

karamellur.JPG

Trek Disco Inferno
Cateye er ekki eina fyrirtækið sem framleiðir góð díóðuljós. Trek er með ótrúlega gott afturljós. Gæðin felast í því að það samanstendur af fimm ljósdíóðum sem komið er fyrir í glæru húsi sem lýsir í 330°. Þetta er því eitt besta afturljósið sem sést hefur fram til þessa í Hjólhestinum. Þetta ljós er sem rauðglóandi eldhnöttur á afturenda hjólsins.

trek157.gifLinsurnar framan við hverja díóðu magna ljósið ákaflega vel og það að hafa húsið glært veldur því að ekkert ljós fer til spillis. Á húsinu eru tveir þrýstihnappar, annar kveikir á ljósinu og þar getur maður valið um stöðugt ljós, hægt bikk og hratt blikk. Hinn rofinn sér um að kveikja á tveimur endaljósadíóðunum sem lýsa fram á við. Það er því hægt að stjórna ljósinu á ýmsa vegu.

En á ljósinu má finna tæknilegan galla. Þetta fimm díóðu ljós gengur fyrir tveimur AAA rafhlöðum sem telst fremur lítið. Þá ekki síst þar sem díóðurnar fá nærri full þrjú volt og rúmlega 800mA frá nýjum Alkaline rafhlöðunum. Það má því búast við því að stöðugt ljós geti nærri tæmt Alkaline rafhlöður á einni klst. (gæti tekið tvo tíma þar sem straumurinn lækkar hratt við lækkandi spennu). Það sparar því talsvert rafhlöðurnar ef ljósið er látið blikka.

Þeir sem svo hjóla aðeins á göngustígum þurfa síður að hafa kveikt á öllum fimm ljósadíóðunum. Ef ljósið er látið blikka aðeins á þremur díóðum þá endast rafhlöður nokkuð vel. Það má svo sem geta sér til um aðstærri rafhlöður hefðu líka getað valdið öðrum galla. Festingin sem skrúfuð er á sætispinnann getur ekki talist mjög öflug. Því mundi þyngra ljós aðeins eiga meiri hættu á að brotna af þegar hjólið skellur á öllum þeim köntum og torfærum sem vanalega eru á vegi okkar hjólreiðamanna.     

Það er þess virði að prófa Ni-Mh hleðslurafhlöður. Ljósið verður hins vegar ekki eins bjart og þegar notaðar eru Alkaline rafhlöður. Öflugustu AAA rafhlöður í dag eru 750mAh. Þá verður spennan og straumur yfir díóðurnar mest 2,4 volt og 500mA. Það er reyndar nokkuð hár straumur fyrir þessar rafhlöður sem gætu eyðilagst ef látið er loga á öllum ljósdíóðum í einu. Því er um að gera að láta ljósið blikka. Eins og fyrr er sagt er þetta ljós ákaflega gott. Fyrir þá sem hjóla á akvegum er þetta öruggasta ljósið sem fáanlegt er á íslenskum markaði í dag. Verðið er aðeins 3.974,- kr. án klúbbafsláttar.

Trekdisko.JPG

Magnús Bergsson www.icebike.net

© ÍFHK 2003
Hjólhesturinn Nóv 2003