Við hjónin byrjuðum okkar hjóla-þróunarsögu fyrir 2 árum síðan þegar húsbóndinn fékk þokkalegt hjól. Síðan þegar frúin fékk hjól ári síðar voru á því táklemmur.  Þeim var hinsvegar kippt snarlega af eftir fyrsta hjólreiðatúrinn. Þar sem hún var nær fallin í götuna á öðru hverju horni sem þurfti að stoppa á. Þar með voru táklemmur stimplaðar sem stórhættulegur hlutur sem fyrir löngu hefði átt að vera bannaður.

Síðan heyrðum við fólk vera að tala um hvað það munaði miklu, hvað orkunýtingin væri betri þar sem um væri að ræða bæði upptog og niðurstig. Nú í vor, ári síðar var frúin tilbúin að gefa klemmunum séns, gróf þær upp í geymslunni og komust þær á hjólið. Í fyrstu ferðinni var annar fóturinn í klemmunni og hinn rétt annað slagið. Í næstu ferð voru báðir fætur í klemunum og eftir þá þriðju sagði ég manninum mínum að fá sér líka.


Því það er vissulega rétt sem við höfðum heyrt að þetta munar mjög miklu, ekki bara í orkunýtingu upp og niður heldur eru fæturnir líka á réttum stað þar með fer engin vöðvavinna í að halda fótunum á réttum stað á pedulunum. Það sem olli óþægindunum í upphafi var að nýjar klemmur eru þröngar og óþjálar, konan var ólétt, með barnastól aftaná og óvön hjólinu. Klemmupedalar og þar til gerðir skór eru hinsvegar mun betri kostur heldur en táklemmurnar, þar sem það er mun auðveldara að losa fæturnar úr pedulunum en táklemmunum. Hins vegar er kostnaðurinn við pedala og skó töluvert meiri en við táklemmur, sem kosta innan við 1000 kr.

Helgi og Lára
(ATH: táklemmur er hægt að fá í mismunandi stærðum fyrir misstóra skó)