Enn er setið við skannan með fornritin og gamalt efni fært inn í tölvuöld. 12. Hjólhesturinn kom út í maí 1996, annað blað þeirrar ritnefndar og prentað í 1000 eintökum. Við vorum að prófa okkur áfram í því að nota ljósmyndir með misjöfnum árangri. Gísli Jónsson sá um umbrotið og skilaði flottu verki eins og áður. Sumt efnið fór á vef klúbbsins strax og hann opnaði en annað er nú að komast á vefinn í fyrsta skipti, s.s. leiðarinn, fréttapunktarnir, fyrsta ferðasagan og teiknimyndasagan um þróun tegundarinnar Homo cyclosis.

Að venju var Hjólhesturinn sjálfur svolítið illa fyrir kallaður á forsíðunni en horfir húsbóndahollur á Jón Örn sem teiknaði allar forsíðumyndirnar til 1997 þegar skipt var alfarið í ljósmyndir á forsíðum Hjólhestsins. Þetta var fyrsta forsíðan með ljósmynd, Jón Örn til vinstri og Pétur Magnússon til hægri.

0502-forsida.jpg

 

Leiðarinn - maí 1996

Jón Örn skrifai leiðarann og sagði meða annars:

Í síðasta Hjólhesti var sú nýbreytni tekin upp að láta offsetprenta blaðið sem þýðir margfalt betri prentgæði en áður gerðist hjá oss. Nú getum við farið að nota ljósmyndir og eykur þetta fjölbreytni blaðsins til muna auk þess sem uppsetningin hefur að ég tel, batnað um allan helming. Ég hef verið í ritnefnd Hjólhestsins frá upphafi og orðið vitni að mörgum breytingum þótt árin séu aðeins fimm. Sú nýbreytni að prenta Hjólhestinn og hafa ljósmyndir er örugglega merkasta framfaraskrefið sem ritnefnd hefur stigið.

Eitt er það samt sem er frekar hvimleitt og kemur fyrir aftur og aftur og það eru stafsetningar- og prentvillur í tugatali. Við höfum heyrt því fleygt að Hjólhesturinn sé notaður sem kennslugagn hjá íslenskunemum við H.í. undir yfirskriftinni: „Sjaldan hafa jafnmargar villur fundist í jafnlitlu blaði á jafnskömmum tíma og þessu“

Leiðarinn allur

 

Nýtt á nafinu - maí 1996

Það voru ýmsar smáfréttir í blaðinu t.d. tvær færslur sem fjölluðu um Laugaveg. Annars vegar voru hjólreiðar bannaðar á gangstéttum þar sem gangandi leið svo illa þar og bílstjórum sem leið líka illa þar fengu sálfræðiaðstoð. 

Laugavegsmálið

Þá tókst kaupmannasamtökunum við Laugaveg að koma fram vilja sínum og banna hjólreiðar við Laugaveg. í Lögbirtingarblaðinu 30. apríl 1996 birtist eftirfarandi: "Auglýsing um umferð í Reykjavík. Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987 og að fenginni tillögu borgarráðs hefur verið ákveðið bann við hjólreiðum á Laugaveg frá Hlemmi að Bankastræti og á gangstéttum í Bankastræti. Ákvörðun þessi tekur gildi 10. maí 1996."

Hjólreiðafólk á því ekki að sjást þar frekar en aðrar rottur í þeirri götu!! Það er í raun með endemum að borgaryfirvöld skuli samþykkja slíka ákvörðun því þetta er í tómri mótsögn við það sem er að gerast í nágrannalöndunum. Þarna er nóg pláss fyrir hjólreiðabraut ef bílastæðum væri fækkað um ca. 40.

Þar sem nærveru okkar er ekki óskað við Laugaveginn skulum við ekki versla þar og vonast til að aðrir geri það ekki þar til kaupmannasamtökunum snýst hugur.
Magnús Bergsson

Raunir rúntara

Kæri sáli. "Fyrir nokkrum mánuðum varð ég fyrir mjög óþægilegri reynslu, sem hefur fylgt mér síðan sem eins konar fælni gagnvart því að sitja fastur í umferðarteppu... Ég var á leið niður Laugaveg... og lendi þá í umferðarteppu, þar sem hvorki gekk né rak í talsvert langan tíma, að mér fannst. Skyndilega flautar bíll við hlið mér og mér bregður svo að kaldur sviti sprettur út á mér og ákaflega sterk vanlíðunartilfinning hellist yfir mig. Síðan hef ég forðast að aka um fjölfarnar götur, þar sem líkur er á að ég teppist í umferðinni. Jafnvel bið við umferðarljós veldur mér vægri vanlíðunartilfinningu... Hvernig er best að vinna sig úr þessu?"

Svar: "...Fyrirspyrjandi var illa fyrirkallaður og umferðarteppan magnaði upp vanlíðan hans. Umferðin verður síðan kveikjan að svipaðri líðan í umferðinni almennt... meðferð er gjarnan fólgin í því að tengja hinar óttavekjandi aðstæður við vellíðan... Þetta getur viðkomandi reynt sjálfur með því að aka ekki nema vel fyrirkallaður og í góðu skapi, hafa með sér skemmtilegan félaga í bílnum eða hlusta á ljúfa tónlist, temja sér slökun og NJÓTA ÞESS AÐ VERA FASTUR í UMFERÐINNI..."

(Stytt úr sálfræðidálk Morgunblaðsins 24.02.96. Páll Guðjónsson.)

Ef að þið þekkið fólk sem líður svona illa í bílum sínum og þarf sálfræðimeðferð til að læra að njóta þess að vera fastur í umferðinni má benda þeim á aðra valkosti í samgöngum svo sem að ganga og hjóla.

Páll Guðjónsson

Lesið alla pistlana hér

 

Ferðasögur

Þrjár ferðasögur voru í blaðinu, tvær með fáklæddum Íslendingum og ein með pari í heimsferð. Sú fyrsta er nú birt í fyrsta skipti á vefnum:

Stigið á sveif

http://fjallahjolaklubburinn.is/content/view/791/96/

 

Strandir og vestfirðir 1995

Vestfirðirnir hafa verið vinsælir meðal fjallahjólafólks undanfarin ár, vegna ægifagrar náttúru, skemmtilegra vega til að takast á við og ekkert of mikillar bílaumferðar. Reyndar hafði ég aldrei þorað að ferðast um Vestfirðina á mínum eigin bíl þar sem þær sögur ganga fjöllum hærra að vegirnir þar séu þvílíkir að bílar verði aldrei samir við sig ef þeir komast þá á leiðarenda. Bara nokkrum dögum áður en ég lagði af stað var í fréttum sagt frá því að fjall eitt hefði tekið upp á því að grýta bíla sem áttu leið um. Ein stúlka hafði fengið hnullung á stærð við körfubolta á sig í gegnum hliðarrúðu þar sem hún sat í aftursæti fólksbíls og í sömu viku hafði heilt bjarg stokkið á flutningabíl, lent við annað afturdekkið þannig að grindin skekktist og síðan skoppað út hinumegin. Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega en náttúran fyrir vestan er greinlega óblíð.

Sagan öll

 

 

Hjólað umhverfis jörðina - The Rockies

Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin og hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi og ekki síður hættulegum björnum í norður Ameríku.

Sagan öll

 

Hjólið og vorverkin

Það dylst víst fæstum sem eiga hjól að umhirða þess er mikilvæg, hvort sem það er í fullri notkun eða liggur undir segli. Stærstur hluti landsmanna sem eiga reiðhjól notar það á sumrin, sem þýðir að á þessum tíma er verið að grafa fákinn upp og blása af honum rykið. Það er bara ekki nóg. Olía er eins og alkóhól, sé henni beitt á réttan hátt. Nokkrir dropar hér og þar annað slagið og fákurinn starfar sem aldrei fyrr.

Greinin öll

 

Munar eitthvað um bílinn minn?

"Umhverfismengun er alheimsvandamál sem lætur engan ósnortinn. Við vitum að gróðurhúsaáhrifin eru staðreynd en ekki hugarórar umhverfisspámanna um endalok jarðar. Barátta mannsins gegn eigin mengun er hafin. Hér á landi erum við farin að verða vör við mengunina og hver og einn hlýtur að spyrja sig: Hvað er hægt að leggja af mörkum til að draga úr þeirri ógn sem mengun er í lífríki jarðar."

Nei, þetta er ekki skrifað af bílahatara sem aldrei stígur af hjóli heldur er þetta fróðleikur úr umhverfisbækling Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda sem dreift var í 15000 eintökum.
Greinin öll
einkab.gif

 

Kvennahjól og karlahjól

"Það er fullt af konum sem hjóla af alvöru og þær þurfa góð hjól." sagði Georgena Terry og sló hnefanum í borðið þegar konur fóru að sækja hana heim og kvarta yfir hjólum sem pössuðu illa og meiddu. Hún stóð við orð sín og hóf framleiðslu á hjólum sérsniðnum þörfum kvenna. "Fertug kona með hnakk sem meiðir vill ekki tala um það við 16 ára afgreiðslustrák, og hann vill ekkert heyra um slíkt."
Terry Precicion

Á markaði með vörum eins og Horneez (stýrisendar sem líkjast getnaðarlimum) og The hand job (barkafesting löguð sem hönd að rúnka barkanum) sker Terry Precision Cycling for Women sig úr hópnum.

Í stað "rífum og tætum" slagorða kynnir Terry vörur sínar með svona texta; "Blómin munu ilma betur... þau taka eftir breytingunni í vinnunni... keðjuhlekkir í stað perla. Þú munt fyllast orku - auka við sjóndeildarhring þinn og fyrirtækisins þíns. Launabónusinn hjálpar til við að fjármagna ævintýralegt hjólaferðalag í Chile þar sem framandi fararstjórinn (helmingi yngri en þú) heillast af kálfunum þínum."

Greinin öll

 

Góð ráð fyrir fyrstu hjólaferðina

Þegar maður hyggur á ferðalög er margs að gæta, finna þarf til búnaðinn, fóðrið og fötin og raða svo eftir settum reglum á hjólið. Fyrir það fólk sem er að huga að sinni fyrstu ferð á fjallahjóli ( nú eða gamla Möve) eru hér nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.
Greinin öll

 

Tegundin Homo cyclosis;
Þróun hans síðustu árþúsundir

Hjólhesturinn tekur sig ekki alltaf of alvarlega og í þessu tölublaði birtist gamansöm söguskoðun í máli og teikningum á þróun tegundarinna Homo cyclosis sem nú er í fyrsta skipti komin á vefinn.
Tegundin Homo cyclosis; Þróun hans síðustu árþúsundir
Skoða greinina alla

Hér má skoða blaðið í heild sinni: Hjólhesturinn 5. árg. 1. tbl. mars 1996

Alla aðra Hjólhesta má skoða hér