Oft kvartar hjóla og göngufólk yfir umgengni verktaka sem flestir eru að vinna fyrir Reykjavíkurborg eða fyrirtæki í eigu ríkis eða borgar.  Hér eru myndir af nokkru sem betur hefði mátt fara og hreint ótrúleg vanvirðing sem þessi fyrirtæki sína almenningi, viðskiptavinum sínum og stjórnmálamenn kjósendum sínum með því að láta þetta viðgangast.

Fyrstu myndirnar gætu orðið að syrpu sem mætti kalla Árstíðirnar fjórar.  Þarna var grafið haustið 1999 og lagður ljósleiðari.  Síðan var grafið yfir allt nema skurðinn á göngustígnum sem var djúpur, hættulegur og ómerktur fram á vor 2000 þegar loksins var mokað smá sandi í skurðinn og þessar 10 gangstéttarhellur settar á sinn stað.

TN_04080034.JPGTN_04080035.JPGTN_01270002.JPGTN_01220010.JPG
Þessar myndir voru teknar í janúar 2000 og eins og sést faldi snjórinn skurðinn.

TN_02030003.JPGTN_02030002.JPG


TN_04120004.JPGBorgarstjóri Reykjavíkur hélt borgarafundi í vor þar sem borgurum gafst kost á að koma athugasemdum beint til sín og Gatnamálastjóra.  Þar nýtti ég mér tækifærið og þakkaði fyrir þá ágætu uppbygginu sem hefur átt sér stað undanfarin ár en kvartaði um leið yfir umgengni verktakanna sem vinna við stígana og skipulag framkvæmda.  Ekki var annað að heyra en hún kannaðist við svona kvartanir og gæti tekið undir kvörtunarefnið.  Ætlaði jafnvel að tala við sitt fólk en ekki virðist hafa orðið mikil breyting til batnaðar í ár, ef nokkur eins og sést á myndunum hér að neðan.
   

TN_07010006.JPGHér sést hvernig Orkuveita Reykjavíkur grefur skurð meðfram göngustíg við Hringbraut  og lokaði honum næstum með því að setja allan jarðveginn upp á stíginn í staðinn fyrir að setja hann hinum megin við skurðinn á grasið þar sem það hefði ekki verið neinum til ama.
       

 

TN_05040009.JPG

Hér sést á sama stað seinna um árið þar sem er búið að grafa annan skurð sem aftur snertir ekki stíginn en verktakinn kaus að geyma jarðveginn á stíginum og lokar honum algjörlega að óþörfu enda nóg pláss allt í kring.

 TN_04080039.JPGTN_04080040.JPG

TN_04080043.JPGTN_04080044.JPG
Hér sést hvernig Engihlíð var lokað með þröngt skorðuðum staurum með endurskinsmerkjum sem snúa að umferð bifreiða. Þetta er eina leiðin fyrir gangandi og hjólandi sem fara þarna um og þurfa þeir að miða á milli merkjanna sem eru í felulitum og í sömu hæð og stýri á hjóli og valda því óþarfa slysahættu.


TN_05230031.JPGTN_05230032.JPG
Hér er verið að vinna við stíginn meðfram norðurströndinni og þrátt fyrir stór opin svæði þurfti endilega að skilja kerrur og verkfæri eftir þar sem það yrði öðrum til ama og ylli slysahættu - á þröngum göngu og hjólastígnum.

TN_08270006.JPGTN_08270007.JPG
TN_08270008.JPG TN_08270010.JPGTN_08270011.JPGÞessar myndir eru teknar á ágúst við Háaleitisbraut þar sem verið var að leggja ljósleiðara. Fyrir norðan Brekkugerði var ljósleiðarinn kominn ofaní og allur jarðvegurinn á göngu og hjólastígnum öllum til ama. En en fyrir sunnan var jarðveginum komið fyrir á grasinu eins og ætti að teljast sjálfsagt. 

 

 

 

 

 

 

 

TN_08200014.JPGTN_08200015.JPG

Hér er enn einn verktakinn, í þetta skiptið búinn að leggja þvert yfir stíginn undir
Miklubraut við Kringluna, þrátt fyrir nægt pláss á grasinu í kring.

TN_05130020.JPGTN_05130021.JPG
Það eru ekki bara verktakar sem eru að aka um göngu og hjólastíga borgarinnar.  Þessi Volvo var með gömlum mönnum sem höfðu "villst" inn á stíginn og voru í vandræðum með að komast af honum aftur.  Þeir báðu afsökunar á þessum mistökum og voru ánægðir þegar ég vísaði þeim leiðina á götur borgarinnar.

TN_08200012.JPGÞessi maður var að viðra hundinn sinn en nennti ekki úr bílnum sjálfur fyrr en ég kom og benti honum á að allur akstur vélknúinna ökutækja á göngu og hjólastígum væri bannaður og lausaganga hunda líka. Hinu megin við ána væri séraðstaða bæði fyrir bíla og lausagöngu hunda. "Hva, ertu einhver umhverfissinni?" var svarið hjá manninum. Ég reyndi aftur að benda manninum á að þetta væri ólöglegt. "Hefur þú aldrei brotið lög?" Það er ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja en stundum bætir fólk ráð sitt þó það vilji ekki kannast við eigin mistök.


TN_08200016.JPGEigandi þessa bíls var að veiða í Elliðaánum og hafði ekki fundið neitt bílastæði nema það sem var þarna rétt fyrir ofan en þar vildi hann ekki leggja "af því að það er á einkalóð".

Hann tók ábendingum um að bílar mættu ekki aka á göngu og hjólreiðastígum vel og færði bílinn.

Persónulega vill ég frekar rekast á einn og einn bíl sem slysast inn á þessa stíga frekar en að þeim sé öllum lokað með stórum slám og hliðum eins og allt of víða er gert. 

Og fyrst ég er byrjaður þá má minnast á annað vandamál sem eru farsímar í bílum. Fólk sem reynir að keyra, svara símanum og lækka í útvarpinu allt í einu er stórhættulegt sjálfu sér og öðrum.  En annar hópur er ansi hvimleiður hjóla og göngufólki og það eru þeir sem halda að þeir séu góðir ökumenn með því að henda bílnum upp á gangstétt hvar sem þeir eru staddir þegar síminn hringir og loka allri umferð þar meðan þeir einbeita sér að því að masa í símann. Á efstu myndinni sést einn slíkur sem hafði rokið úr miðju hringtorgi upp á gangstétt til að masa í símann.  

Þetta er bara brot af því sem bæst hefur í myndasafnið en við erum alltaf að og viljum endilega fá sendar myndir í safnið, bæði af því sem miður fer og því sem vel er gert.  Gjarnan með upplýsingum um hvar og hvenær myndin er tekin og hver tók hana.

Allar myndir og texti ©Páll Guðjónsson

© ÍFHK September 2000