Verkefni fyrir sveitarfélög þéttbýlistaða

Mikið hefur verið rætt um að stjórnvöld eigi að fara í mannfrekar framkvæmdir. Margar hugmyndir eru fremur galnar og munu oft og tíðum kalla á enn ferkari útgjöld samfélagsins í framtíðinni. Hins vegar eru einnig til mjög arðbærar framkvæmdir. Það sem að samgöngum snýr er að breyta hönnun samgöngukerfisins til samræmis við það sem gerist hjá nágrannalöndunum svo hægt verði að koma á jafnræði milli allra samgönguhátta.


Reykjavíkurborg reið á vaðið í vetur með því að birta drög að hjólreiðaáætlun. Ef sú áætlun á ekki að vera orðin tóm þarf að breyta öllum gatnamótum í Reykjavík og í raun hjá öllum sveitarfélögum þar sem finna má ljósastýrð gatnamót. Ökumenn einir hafa notið sérstakra forréttinda til samgangna á Íslandi. Hefur það verið innibyggt í gerð samgöngumannvirkja hér á landi.  Því þarf að breyta.  Hjólreiðar geta aldrei orðið samkeppnishæfur valkostur í þéttbýli ef akstur vélknúinna ökutækja á að hafa allan forgang. Ef hjólreiðabraut á að vera bein og greið við gatnamót eins og akbraut þarf að setja ljós á allar hægribeygjuakreinar. Fjarlægja þarf götuvita handan gatnamóta. Götuvitar eiga aðeins að standa við stöðvunarlínur svo ökumenn virði stöðvunarlínu. Allar þessar breytingar kosta talsverða vinnu og því ákaflega hentugar sem mannaflsfrekar framkvæmdir fyrir verktaka og sveitarfélög.

  teikn-pg600.gif

Teikning: Rauð lína sýnir krókótta leið hjólreiðamannsins en blá þar
sem ætti að liggja bein og greið leið líkt og öðrum ökutækjum er boðið upp á. 

Hér er um svo mikið forgangsmál að ræða að öll umræða um hjólreiðaáætlanir verða eintómir loftkastalar ef ekki verður af þessum breytingum. Þetta snýst ekki aðeins um jafnræði allra til samgangna heldur mundi þetta líka verða breyting til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef stjórnvöld standa rétt að þessum framkvæmdum má fullyrða að þessi breyting muni auka umferðaröryggi allra, bæði á meðan á framkvæmdum stendur og á eftir, eins og þegar við fórum úr vinstri yfir í hægri umferð árið 1968.

 

 2002 Ástandið við gatnamótin var ekki gott
2002 Ástandið við gatnamótin var ekki gott

 

 

2003 Eftir breytingu varð ástandið sýnu verra
2003 Eftir breytingu varð ástandið sýnu verra

 

Verkefni fyrir Vegagerð ríkisins

Verkefni sem þegar í sumar gæti farið af stað og kallar ekki á undirbúningsvinnu er að malbika hjólavænar vegaxlir meðfram stofnbrautum út frá höfuðborgarsvæðinu. Þær þurfa að vera minnst 1,5 metra breiðar með sléttu malbiki.

 

Rifflur vekja ökumenn en henta ekki hjólreiðamönnum
Rifflur vekja ökumenn en henta ekki hjólreiðamönnum

 

Síðustu tíu ár hefur breytingin orðin þannig að nú ógjörningur að hjóla með öruggum hætti út frá höfuðborginni vegna mikillar bílaumferðar. Því er það skylda yfirvalda að fara í þessa framkvæmd þegar í stað. Hér er ekki aðeins um umferðaröryggi hjólreiðafólks að ræða heldur líka almennt umferðaröryggi allra vegfarenda eins og ökumanna. Vegaxlir ætti svo að merkja með hjólavísum svo ökumenn fái skýr skilaboð um að vegaxlir eru ekki ætlaðar til framúraksturs og að taka þurfi tillit til fleira en aðeins annar bíla. Þær leiðir þar sem mest liggur á að fá hjólavænar vegaxlir eru: Vesturlandsvegur frá Miklubraut út á  Kjalarnes að minni Hvalfjarðar; Reykjanesbraut frá Sæbraut að þeim stað þar sem hún hefur verið tvöfölduð við álverið í Straumsvík; laga vegaxlirnar til flugstöðvarinnar í Keflavík og merkja með hjólavísum.

 

Hér er enginn kanntur til að hjóla eftir
Hér er enginn kanntur til að hjóla eftir

 

Nú í sumar verður ráðist í tvöföldun Suðurlandsvegar um Sandskeið. Þar þarf að ganga svo frá hnútum að hægt verði að hjóla á vegöxlum í framtíðinni. Fyrir norðan þarf að laga vegaxlir með sama hætti út frá Akureyri að Dalvik, suður að Hrafnagili og austur að Svalbarðstarndarvegi.
Þessar vegaxlaframkvæmdir þola sumar hverjar enga bið, sérstaklega meðfram Vesturlandsvegi.Vegagerðin ætti því að hefjast handa nú þegar og án tafa.

 

 

Hjólað í gegnum grindaþraut
Hjólað í gegnum grindaþraut