Fyrir utan það að hjóla um þjóðvegi Íslands er annar spennandi valkostur sem vert er að skoða og það er að hjóla um sérmerktar hjólaleiðir Evrópu.  Nú eru til merktar hjólaleiðir víða um Evrópu þar sem hjólreiðafólk getur hjólað um stíga og sveitavegi sem eru í mesta falli með mjög rólegri umferð.  Sjálfur hef ég prófað þessar leiðir bæði í Sviss og Hollandi og get eindregið mælt með þessu.

Lengst fór ég eftir leiðinni niður með ánni Rín (leið tvö á kortinu) þar sem hún rennur niður úr Ölpunum.  Þarna hjólaði maður um útsýnisstíga sem voru lagðir eftir ökrum, skógarstígum og gegnum lítil þorp þar sem þægilegt var að stoppa og kaupa sér ódýra máltíð eða eitthvað hjá kaupmanninum á horninu.  Ekkert mál var að stoppa á næsta tjaldstæði eða gistiheimili. 

Í Sviss eru 9 vel merktar langleiðir þvert yfir landið og hægt að fá ódýr kort líka eða handbækur með nánari lýsingu á svæðinu sem ferðast er um. Eitthvað af því efni sem ég kom með heim er í bókasafni klúbbsins.

Sjá nánar um "Veloland Schweiz" eða hjólalandið Sviss: www.veloland.ch/en/welcome.cfm

Nýtt í bókasafni klúbbsins er bæklingur sem fylgdi með nýjasta hefti Cyclister, fréttabréfi DCF Landssamtaka danskra hjólreiðamanna. Þetta er bæklingur sem kynnir fjölda skemmtilegra hjólaleiða um Noreg og hægt er að fá nánari upplýsingar á internetinu og kaupa kort og bækur. 

Meðan við heyrum að á Íslandi sé verið að spá í að loka leiðum hér fyrir hjólafólki, og það leiðinni sem lyggur frá flugvellinum í Keflavík að höfuðborginni, þá eru ferðamenn á reiðhjólum boðnir velkomnir til Noregs.

Hér eru nokkrar tengingar úr bæklingnum, www.visitnorway.com/en/What-to-do/Active-holiday/Routes/ og www.cyclingnorway.no/ og á ensku www.cyclingnorway.no/en/

En það er víða annarsstaðar gott framboð á skemmtilegum og auðveldum leiðum um Evrópu. Hér má sjá nokkrar leiðir sem hægt er að kaupa leiðsögubækur um.

   Þessa dagana er verið að opna enn eina spennandi leið "The North Sea Cycle Route" sem er 6000km löng leið, öll merkt:
   Sjá nánar: www.northsea-cycle.com/

The North Sea Cycle Route: 6000 kilometres of fascinating adventure await you. Explore a wealth of cities and villages, beaches and farms, lowlands and uplands, cliff paths and byways - all without fear of getting lost - just keep on for long enough and you'll return to your starting point.

The world's longest signed international cycle route encircles the North Sea, passing through no fewer than 7 countries: the Netherlands, Germany, Denmark, Sweden, Norway, Scotland and England. From Harwich and Hoek van Holland in the south to Bergen and the Shetland Islands in the north.

What you don't manage this year will wait till next year, or the year after -

Já, þó að þú komist ekki í ár, þá bíða stígarnir næsta ár og þeim fer sífellt fjölgandi.  Það eru til langferðir yfir þvera Evrópu og yfir Bandaríkin og víðar.  Ef þið hafið áhuga á meiri ævintýraferðum þá berast klúbbnum af og til skeyti um skipulagðar ferðir um framandi svæði eins og Himalaya eða Afríku. Ég kem þeim oft á framfæri á tilkynningasíðunni okkar og þó þetta séu oft dýrar ferðir þá kostar ekkert að láta sig dreyma eða njóta ferða annarra af myndum og gegnum ferðasögur.
Páll Guðjónsson. 24/4/2001

PS:
Við nánari athugun kom í ljós að þessi 6000km norðurhafshringur er bara partur af fyrirhuguðu 60þkm neti hjólaleiða um alla Evrópu sem sjá má á þessu korti:

Sjá nánar um netið: www.eurovelo.org. 19/11/2011