Haf til vetrar hjólahest
hertum nöglum búinn,
Heilsubótar hjartagest,
hamingjunni knúinn.

Klæði góð í kulda og trekk,
keðju hreina og smurða,
til varnar fyrir veðurtrekk
vatni og frosti élja.

Af luktum skærum ljómi skært,
lýsi stíga ferðum.
Bjöllur hljómi bjart og tært,
bremsur aldrei skerðum.

Í teinagliti tindrar ljós
tign á myrku kveldi.
Hjólreiðamaður hrímguð rós
hræddur í bílaveldi.

Ástand lífsin ætíð best
eftir hjólaferðir,
Gefur sálum manna mest
metur þeirra gerðir.

Vetrarsól er vakin stund
vaskra hjólagarpa.
Léttir mönnum leiða lund,
lífssins hljómi harpa.

Hverjum manni mest um vert
mætti og gleði halda,
í myrkri eigi magni skert
mannlíf hjóla falda.

 
 Björn Finnsson