Ef þér er tamur frelsis fótur
finna mátt’ hann stíga á sveif.
Heilsubót og heilla nótur
hamra og fríska fyrrum kveif,
ella visinn verði og ljótur,
vesæl, gömul bensín sleif.

Hjarta styrkist, stælist kroppur
sterk er hugsun fersk og ný.
Verndar höfuð valinn toppur,
vinda fælir úlpa hlý.

Strit til gleði, stigsveif snúin
sterkleg keðja hjólið knýr.
Síðar verður sæll og lúinn
sérlega í höfði skýr.
Varla styrkist við það trúin
við að eignast vélakýr.

Farartækið fannst þú vinur
fótaknúið heilsutól.
Útgjöld þín við akstur, hrynur
er þú eignast fjallahjól.

Björn Finnson.