Saga ÍFHK rifjuð upp #7

Hjólhesturinn desember 1994 kom út undir nýrri ritstjón og breyttist stíllinn á blaðinu þar með. Þetta var fjórða blaðið það árið og nýtt met sett. Meðal efnis var ferðasaga úr Skorradalsferð og "Stutt ævintýraferð" eftir Karl G. Gíslason sem einnig kynnti til sögunnar eigin framleiðslu, íslenska gæðabögglabera sem hétu Groddi og þoldu íslenska malarvegi.

Einnig kom fram að formaður klúbbsins var boðaður á fund með Umferðarnefnd Reykjavíkur og hélt fyrirlestur um hvernig mætti breyta ákveðnum atriðum í gatnakerfinu til að hámarka öryggi og þægindi hjólandi umferðar. Þarna var statt fólk úr umferðarnefnd, skipulagsnefnd og umhverfisráði borgarinnar.

 

Smellið á blaðið hér fyrir neðan til að sjá það stórt, annar smellur stækkar það enn meir og með stiku efst er hægt að velja mestu stækkun. Esc takkinn lokar blaðinu.
Páll Guðjónsson 

 


Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691