20 ½ árs saga ÍFHK rifjuð upp #5

Hjólhesturinn 3. árg. 2. tbl. kom út í mars 1994. Það var fullt af fróðleik, ferðasögum og pistlum sem hafa elst ótrúlega vel. Seinni hluta ferðasögu Jóns Arnar og Þórðar má lesa hér , myndskreytt af vanda af Jóni sem einnig teiknaði forsíðuna. Greinin um "undirbúning fyrir ferðalög á reiðhjóli" var skyldulesning lengi á eftir.

Sérstaka athygli vekur leiðari blaðsins þar sem farið er yfir skipulag samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Greinin hefur elst vel og því miður er fátt sem við getum sagt að hafi náð fram að ganga af þessum stefnumálum síðan þetta var skrifað fyrir 15 árum. Þessi skrif þóttu afar öfgafull á þeim tíma en endurspegla viðhorf sem æ oftar heyrast í dag.


Smellið á blaðið hér fyrir neðan til að sjá það stórt, annar smellur stækkar það enn meir og með stiku efst er hægt að velja mestu stækkun. Esc takkinn lokar blaðinu.
Páll Guðjónsson


Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691