20 ½ árs saga ÍFHK rifjuð upp #3

Þriðji Hjólhesturinn kom út í október 1993 og innihélt afar athyglisverðan leiðara þar sem Magnús Bergsson taldi upp hvað þyrfti helst að lagfæra á höfuðborgarsvæðinu til að bæta aðstöðu hjólreiðafólks.

Því miður en þessi listi óbreyttur í dag þrátt fyrir fögur orð yfirvalda og stjórnmálamanna. Enn bólar ekkert á nothæfum leiðum milli hverfa og sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu, hjólabrautum til hliðar við umferðarþyngstu stofnbrautunum með greiðum og skýrt merktum leiðum beint yfir gatnamót. Enn eru stöðvunarlínur víða þannig að bifreiðar stöðva á gangstétt eða gangbraut. Enn er fjöldi umferðarstýrðra umferðarljósa sem ekki gefa hjólandi fólki grænt ljós, sama hversu lengi er beðið. Enn eru gatnamót hönnuð með ótal óþarfa beygjum og hlykkjum og hefur það ástand snar versnað undanfarið þar sem umferð eftir blönduðu stígunum með stofnbrautunum er leidd í gegnum þröngar 90 gráðu beygjur á miðjum gatnamótum með fasaskiptum ljósum fyrir gangandi. Og í drögum að nýjum umferðarlögum hafa komið tillögur frá borg og ríki um afar hamlandi ákvæði gegn hjólreiðafólki, þrátt fyrir fögur fyrirheit á öðrum vettfangi.

Okkur veitir ekki af nýju fólki til að leggja hönd á plóg í réttindabaráttu hjólreiðafólks því þessi vinna hefur oft lagst á fáar hendur. Hagsmunabaráttan fer í dag aðallega innan Landssamtaka hjólreiðamanna LHM, sem bæði ÍFHK og HFR eru aðilar að.

Eitt atriði sem nefnt er í leiðaranum hefur þó batnað mikið en það eru kantarnir, meira um það seinna. Lesið leiðara Magnúsar Bergs hér.

Í blaðinu er einnig skemmtileg ferðasaga “Emstrur – Þórsmörk” ásamt greinum með yfirskriftum eins og Vetrarhjólreiðar, Bílafíkn, Svitnað á almannafæri, Umferðarsamtök almennings stofnuð og uppskrift af A la carte bjúgukaffi sem seinna var kynnt í þætti Hemma Gunn þegar hópur frá ÍFHK kíktu í þáttinn.

Blaðið má lesa hér neðst.
Smellið á blaðið til að sjá það stórt, annar smellur stækkar það enn meir og með stiku efst er hægt að velja mestu stækkun. Esc takkinn lokar blaðinu.
Páll Guðjónsson


Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691