20 ½  árs saga ÍFHK rifjuð upp #2

Það má glöggt sjá á leiðara annars eintaks Hjólhestsins sem kom út í maí 1993 að fjórum árum eftir stofnun ÍFHK er starfsemin farin að taka á sig núverandi mynd. Magnús Bergsson skrifaði m.a.:

Það sem af er þessu ári hafa verið haldnir stjórnarfundir því sem næst vikulega þar sem meðlimir hafa verið að fikra sig í gegnum þann frumskóg sem alvöru félagsstarf í raun byggist á. Í fljótu bragði virðst þetta vera lítið mál. En vegna þess að ÍFHK starfrækir þrjár mjög ólíkar deildir, var ákveðið að stofna nýtt félag utan um keppnisdeildina. Var því gefið nafnið Hjólreiðafélag Reykjavíkur með skammstöfuninni HFR. HFR á sér reyndar margra ára sögu og því var boðað til aðalfundar 6, marz síðastliðinn. Munu þessi félög starfa saman sem eitt. Munurinn er sá að HFR er íþróttafélag sem starfar eftir lögum ÍBR og ÍSÍ. Því hefur nú þegar verið sótt um aðild að ÍBR og vonandi síðar meir að ÍSÍ. Hinsvegar mætti líkja ÍFHK við hreinræktaða grasrótarhreyfingu og mun því halda áfram að láta að sér kveða á sem flestum sviðum, allt frá ferðalögum niður í pólitík.

 

 

Í blaðinu er meðal annars skemmtileg ferðasaga, Vesturferð og ýmis fróðleikur.

Smellið á blaðið til að sjá það stórt, annar smellur stækkar það enn meir og með stiku efst er hægt að velja mestu stækkun. Esc takkinn lokar blaðinu.

 

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691