Fyrsta þriðjudagskvöldferðin var 1 maí. Það var við hæfi að koma við á Langholtsvegi og heiðra minningu Helga Hóseassonar Síðan var haldið í Klúbbhúsið í vöfflukaffi.
Fyrsta þriðjudagskvöldferðin var 1 maí. Það var við hæfi að koma við á Langholtsvegi og heiðra minningu Helga Hóseassonar Síðan var haldið í Klúbbhúsið í vöfflukaffi.
Maí 2018 hefur verið svolítið einkennilegur á Íslandi, það hefur snjóað ítrekað, en helgina sem nokkrir félagar úr Fjallahjólaklúbbnum hjóluðu til Úlfljótsvatns var bongóblíða. Mestan hluta leiðarinnar. Sól og blíða. Við fengum að vísu smá sýnishorn af alls konar veðri, grenjandi rigningu og smá haglél. Og hvílík dásemd að láta sig líða ofan í heita pottinn í lok ferðar og snæða saman góðan mat í góðra vina hópi.
Þakgil er einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi. Náttúrufegurðin þar er einstök og landfræðilega er það bakgarður Þórsmerkur. Í júlí 2017 skipulögðum við ferð um þetta fallega svæði. Veðrið ræður enginn við og þegar við skriðum úr tjöldunum á laugardagsmorgni var grenjandi rigning, þoka og lítt fýsilegt ferðaveður. Eftir sellufund í upphitaðri nestisaðstöðu tjaldsvæðisins ákváðum við að svissa á dögum; taka láglendið fyrri daginn og Þakgil þann seinni.
Kaupamannahöfn – Berlín, 11. – 23. júní 2017
Þegar við vorum lent í Köben hófumst við Kolla (Kolbrún Sigmundsdóttir) og Jón (Jón Torfason) handa við að setja hjólin saman fyrir utan flugstöðvarbygginguna í skugga, því það var sól og nokkuð hlýtt. Að því loknu fundum við leiðina á korti að hótelinu þar sem við ætluðum að gista og héldum af stað þangað um sjö km leið, rétt hjá Bella Center. Þegar við komum þangað tók Guðrún á móti okkur (hún hafði komið hjólandi frá Stokkhólmi. Sjá ferðasögu hennar hér: Stokkhólmur – Kaupmannahöfn 2017). Við kíktum svo í bæinn. þ.e.a.s. Kaupmannahöfn.
Mig hafði lengi langað að hjóla ein frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar og haustið 2016 fór ég að skipuleggja ferðina. Ég var með tjald meðferðis en hafði hugsað mér að gista á farfuglaheimilum ef veðrið væri þannig. Í Kaupmannahöfn ætlaði ég að hitta þrjá félaga mína og hjóla með þeim til Berlínar. Ég lagði af stað frá Keflavík að morgni 4. júní 2017 og flaug til Stokkhólms.
Fyrir allnokkrum árum kenndi ég hópi björgunarsveitarmanna á Ströndum fjallamennsku. Þetta voru kappar frá Hólmavík, Drangsnesi og alveg norður í Norðurfjörð. Ég sá það strax að þarna voru miklir kúnstnerar á ferð. Þeir voru lífsglaðir, gerðu óspart grín að hvor öðrum og virtust alveg hafa þurft að hafa fyrir því að hafa ofan af fyrir sér.
Helgina 19. til 21. ágúst s.l. var haldin hin nokkuð árlega hjólaferð Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Keyrt var á föstudagskvöldi, á tveimur bílum, upp í Kerlingarfjöll (Ásgarð), þar sem félagar á vegum björgunarveita gista frítt á tjaldstæðinu. Á laugardeginum var hjólað, ásamt fylgdarbíl, í brakandi sól og þurrki rangsælis um Kerlingarfjöll, með viðkomu hjá Kerlingunni, upp hjá Leppistungum (ógreinilegur slóði) í skálann Klakk þar sem var gist og grillað. Á sunnudeginum var ögn úrkoma og þoka um morguninn, og því farin svokölluð neðri leið. Hjólað var niður úr þokunni skammt ofan við Kisubotna og síðan áfram framhjá Setri og aftur í Kerlingarfjöllin. Fínn tveggja daga hringur.
Fyrsta ferðin sem ég fór í með Fjallahjólaklúbbnum var Þórsmerkurferð haustið 2013. Þá hafði ég vitað af klúbbnum í einhvern tíma en ekki látið verða af því fyrr að slást í hópinn. Ég hafði horft á einhverjar ferðir áður og hugsað með mér að þetta gæti verið eitthvað skemmtilegt en ekki látið verða af því fyrr að láta vaða. Ég bjó þá úti á landi og hafði mest verið að hjóla ein á mínu heimasvæði. Hafði reyndar í mörg ár verið með hjólafestingar á bílnum og tekið hjólið með mér vítt og breytt um landið og hjólað þegar ég ferðaðist um landið. En ég hafði aldrei áður farið í eiginlega hjólaferð. Fram að þessu hafði ég aðallega hjólað ein og vissi því ekkert hvernig ég stæði getulega gagnvart hóp sem þessum.
Ég var orðin algert sófadýr og stefndi hraðbyri í ógöngur með heilsuna. Ég vissi að ég þyrfti að taka mig á. Einn daginn tilkynnti ég því manninum mínum að ég yrði að gera breytingar á lífinu og ég væri bara þannig gerð að til þess að ég næði að standa með mér þyrfti ég að fá dellu. Hjól væri örugglega besti kosturinn fyrir mig, því við hjónin hefðum jú hjólað mikið á yngri árum; „Bjössi, ég ætla að fá hjóladellu“. Þetta var í byrjun maí 2012.
Í ferðum mínum sem fararstjóri í hjólreiðaferðum erlendis er auðvitað ýmislegt sem fyrir augu hefur borið. Eins og þau vita sem hafa ferðast með mér þá er ég yfirleitt með myndavélina hangandi í bandi um hálsinn og tek myndir í allar áttir í tíma og ótíma. Þær myndir sem hér fylgja með eru oftar en ekki teknar þannig og því æði misjafnar að gæðum, en fanga í sumum tilfellum augnablik einungis af því að vélin var til staðar. Ekki er það þó algilt og er aukaatriði í þessu sambandi, en myndirnar og textarnir tala sínu máli Gjörið svo vel!
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.