saman.gif Formáli: Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir keyptu tveggja manna hjól af tegundinni TREK T-100 árið 1993. Þau hafa lagt land undir fót, hjólað nokkrum sinnum austur í Grímsnes, til Akureyrar og vítt og breitt um Reykjavík og nágrannabyggðir. Þá tóku þau Orminn langa, eins og hjólið er kallað, eitt sinn með sér austur á firði og síðastliðið sumar fóru þau á Orminum vestan af Seltjarnarnesi austur á Stöðvarfjörð, um 670 km leið. Þau Arnþór og Elín eru á fimmtugs aldri og telja að fólki sem er á ömmu og afa-aldrinum leyfist að gista hjá bændum þegar farnar eru langferðir á hjólum. Því njóta þau lúxus-hjólreiða að sumarlagi.

Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin og hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi og ekki síður hættulegum björnum í norður Ameríku.

„Hvað,.ert þú enn að hjóla i þessu veðri. Um miðjan vetur?“ „Já já. Það er ekkert að þessu veðri. Ég fór meira að segja í útilegu um síðustu helgi.“ „Nei. heyrðu. Þetta eru nú öfgar. Að ferðast á hjóli í janúar. Varstu ekki alveg að drepast úr kulda? Voruð þið ekki alltaf að fljúga á hausinn? Ekki tjaldaðir þú líka?“

Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin. Hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi.

Það hefur lengi verið vitað að Ísland er kjörland hjólreiðamannsins; meðalbrekkur og meðalfjöll, meðallangt milli sjoppa, meðalgróðursnautt landslag og að meðaltali mjög magnað veðurfar. Okkur meðaljóninum finnst það allavega. En víst eru margir aðrir góðir staðir og lönd sem eru rakin dæmi um paradís hjólreiðamannsins.

Svona getur nú verið gaman!

Opinská lýsing ungrar konu af sinni fyrstu ferð með ÍFHK.

Helgina 8. - 10. september 1995 fór ég í mína fyrstu ferð með ÍFHK. Ferðinni var heitið um svokallaða Krakatindaleið, sem liggur að hluta til á Fjallabaksleið Syðri, hjólað skildi frá Landmannalaugum niður á Hellu í tveimur áföngum. Á laugardagsnótt var ætlunin að gista í svokölluðum Dalakofa sem er í einkaeign og klúbburinn hefur fengið að láni gegn vægu gjaldi.

spr4b.jpgLandmannalaugaferðin er ein vinsælasta ferðin okkar, þó hún sé farin um miðjan september.

Hér eru nokkrar myndir úr ferð ÍFHK 1995.