Fjölskylduferð á Norðurlandi

Rigning, rigning, rigning... Eiginlega vildum við í fjölskyldunni njóta sumarsins úti á hjóli og í tjaldi. En í fyrra voru sunnanáttir ríkjandi og oftast var grátt og blautt í Reykjavík. En sem betur fer er alltaf einhver landshluti á Íslandi þar sem sólin skín og þegar veðurspáin var skoðuð varð ljóst að ferðin lægi á Norðurland.

Hvað ungur nemur, gamall temur. Ég fann Fjallahjólaklúbbinn fyrir tæpum áratug. Ég hef farið óteljandi ferðir með klúbbnum, kynnst urmul af skemmtilegu fólki og átt ófáar gleði- og gæðastundir með hjólafólki á öllum aldri. Þegar ég var beðin um að koma inn í ferðanefnd, þá taldi ég að ég hefði ekkert þangað að gera, ég þekki ekkert af hjólaleiðum eða gististöðum. En smám saman lærir maður af öðrum og nú hef ég skipulagt fjölmargar hjólaferðir fyrir Fjallahjólaklúbbinn.

Úr ferð Fjallahjólaklúbbsins um Vestfirði

Það spáði ekki góðu helgina sem planið var að hjóla á Vestfjörðum.  En við fengum þó einn góðan dag.  Mjóifjörður tók á móti okkur í sparifötunum, það var logn og prýðis hiti.  Eitthvað var um útidúra, skroppið upp að Eyrarfjalli og skoðuð falleg laut þar sem brekkan byrjar.  Svo kílómetrafjöldinn var 37 eftir ánægjulegan hjóladag.  

Fyrsta þriðjudagskvöldferðin var 1 maí.  Það var við hæfi að koma við á Langholtsvegi og heiðra minningu Helga Hóseassonar  Síðan var haldið í Klúbbhúsið í vöfflukaffi.

Maí 2018 hefur verið svolítið einkennilegur á Íslandi, það hefur snjóað ítrekað, en helgina sem nokkrir félagar úr Fjallahjólaklúbbnum hjóluðu til Úlfljótsvatns var bongóblíða.  Mestan hluta leiðarinnar.  Sól og blíða.  Við fengum að vísu smá sýnishorn af alls konar veðri, grenjandi rigningu og smá haglél.  Og hvílík dásemd að láta sig líða ofan í heita pottinn í lok ferðar og snæða saman góðan mat í góðra vina hópi.  

Þakgil er einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi.  Náttúrufegurðin þar er einstök og landfræðilega er það bakgarður Þórsmerkur.  Í júlí 2017 skipulögðum við ferð um þetta fallega svæði.  Veðrið ræður enginn við og þegar við skriðum úr tjöldunum á laugardagsmorgni var grenjandi rigning, þoka og lítt fýsilegt ferðaveður.  Eftir sellufund í upphitaðri nestisaðstöðu tjaldsvæðisins ákváðum við að svissa á dögum; taka láglendið fyrri daginn og Þakgil þann seinni.  

Kaupamannahöfn – Berlín, 11. – 23. júní 2017

Þegar við vorum lent í Köben hófumst við Kolla (Kolbrún Sigmundsdóttir) og Jón (Jón Torfason) handa við að setja hjólin saman fyrir utan flugstöðvarbygginguna í skugga, því það var sól og nokkuð hlýtt. Að því loknu fundum við leiðina á korti að hótelinu þar sem við ætluðum að gista og héldum af stað þangað um sjö km leið, rétt hjá Bella Center. Þegar við komum þangað tók Guðrún á móti okkur (hún hafði komið hjólandi frá Stokkhólmi. Sjá ferðasögu hennar hér: Stokkhólmur – Kaupmannahöfn 2017). Við kíktum svo í bæinn. þ.e.a.s.  Kaupmannahöfn.

Mig hafði lengi langað að hjóla ein frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar og haustið 2016 fór ég að skipuleggja ferðina.  Ég var með tjald meðferðis en hafði hugsað mér að gista á farfuglaheimilum ef veðrið væri þannig. Í Kaupmannahöfn ætlaði ég að hitta þrjá félaga mína og hjóla með þeim til Berlínar. Ég lagði af stað frá Keflavík að morgni 4. júní 2017 og flaug til Stokkhólms.

Fyrir allnokkrum árum kenndi ég hópi björgunarsveitarmanna á Ströndum fjallamennsku. Þetta voru kappar frá Hólmavík, Drangsnesi og alveg norður í Norðurfjörð. Ég sá það strax að þarna voru miklir kúnstnerar á ferð. Þeir voru lífsglaðir, gerðu óspart grín að hvor öðrum og virtust alveg hafa þurft að hafa fyrir því að hafa ofan af fyrir sér.

Helgina 19. til 21. ágúst s.l. var haldin hin nokkuð árlega hjólaferð Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Keyrt var á föstudagskvöldi, á tveimur bílum, upp í Kerlingarfjöll (Ásgarð), þar sem félagar á vegum björgunarveita gista frítt á tjaldstæðinu. Á laugardeginum var hjólað, ásamt fylgdarbíl, í brakandi sól og þurrki rangsælis um Kerlingarfjöll, með viðkomu hjá Kerlingunni, upp hjá Leppistungum (ógreinilegur slóði) í skálann Klakk þar sem var gist og grillað. Á sunnudeginum var ögn úrkoma og þoka um morguninn, og því farin svokölluð neðri leið. Hjólað var niður úr þokunni skammt ofan við Kisubotna og síðan áfram framhjá Setri og aftur í Kerlingarfjöllin. Fínn tveggja daga hringur.