Í ferðum mínum sem fararstjóri í hjólreiðaferðum erlendis er auðvitað ýmislegt sem fyrir augu hefur borið. Eins og þau vita sem hafa ferðast með mér þá er ég yfirleitt með myndavélina hangandi í bandi um hálsinn og tek myndir í allar áttir  í tíma og ótíma. Þær myndir sem  hér fylgja með eru oftar en ekki teknar þannig og því æði misjafnar að gæðum, en fanga í sumum tilfellum augnablik einungis af því að vélin var til staðar. Ekki er það þó algilt og er aukaatriði í þessu sambandi, en myndirnar og textarnir tala sínu máli Gjörið svo vel!

Að hjóla Kjalveg hefur verið vinsælt meðal bæði innlendra og erlendra hjólreiðamanna. Auðvelt er að skilja af hverju lagt er á þennan veg. Þarna eru engar óbrúaðar ár sem heitið getur, fjöldi skála og gistimöguleika eru á svæðinu, rútur ganga þarna reglulega um, landslagið er stórbrotið á milli jöklanna þegar til þeirra sést og laugin á Hveravöllum nauðsynlegur áfangastaður til þess að slaka á og hreinsa sig eftir afrek ferðarinnar.

Svipmyndir úr ferð Fjallahjólaklúbbsins um Þórsmörk haustið 2014. Myndir í þessu albúmi eru teknar af nokkrum í ferðinni. Hrönn, Geir, Stefáni, Ólöfu.

Nýuppgerð kaffistofa klúbbsins var formlega vígð og setustofan sett í hátíðabúning til að fagna sólstöðum og aðventu 4 des 2014. Geir Harðar fangaði stemninguna þessa notalegu kvöldstund í þessum myndum. Í boði var eðal-kaffi Arnalds, vöfflur, heimabakað frá Hrönn, piparkökur, jólaglögg og fleira góðgæti.

Besta leiðin til að jafna sig eftir flugferð yfir hálfan heiminn er að hjóla. Það var nákvæmlega það sem ég og bekkjarfélagar mínir gerðum í útskriftarferð okkar til Taílands vorið 2013.

Sumarleyfisferð Hjólaræktar Útivistar 2013 var farin um Vestfirði sunnanverða 4. – 9. júlí 2013. Hópurinn kom  á eigin bílum í Stykkishólm, þar sem ferjan var tekin yfir Breiðafjörð. Reyndar voru nokkur þegar komin vestur á firði og ætluðu að hitta hópinn á Brjánslæk. Við vorum komin tímanlega til að ná ferjunni sem fór frá landi um hálf fjögur. Auk þess þurftum við að finna einhvern til að taka trússkerruna í bátinn, þar sem trússarinn bjó á Patreksfirði og það tókst fljótlega.