Fjallahjólaklúbburinn á grind fyrir bíl sem tekur 4 reiðhjól.  Hún kom í góðar þarfir þegar við ákváðum að bjóða upp á dagsferð að gosinu.  Þegar ferðin var skipulögð, var Suðurstrandarvegur lokaður og planið var að hjóla frá Grindavík, upp og niður Ísólfsskálabrekku og fara svo malarslóða inn að Nátthaga og ganga þaðan upp að  Geldingadölum.  En þá var Suðurstrandavegur opnaður og við það styttist hjólaleiðin all verulega.  Til að við fengjum eitthvað hjólerí út úr deginum, þá kannaði ég slóða í nágrenninu og sá að við gætum hæglega hjólað 8 km.  Gönguleiðin var um 4 km, svo úr þessu varð 6 tíma dagsferð.  8 ef við tökum með ökuferðirnar og hamborgaraát að loknu góðu dagsverki.

Sumarið 2020 var svolítið öðruvísi.  Í miðjum heimsfaraldri héldum við okkar striki með þriðjudagskvöldferðirnar.  Enda dásamlegt að hjóla um höfuðborgina og nágrennið.  Við ákváðum að breyta um brottfararstað og fara frá Mjódd í stað Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.  Við rákumst á gamalt plan og ákváðum að fylgja því að mestu.  Þess vegna var farið oftar í Heiðmörk og úthverfi en áður. 

Við feðgar (4 og 45 ára) áttum, þegar landið var kóflaust, laugardaginn 13. júní 2020, erindi í fermingarveizlu norður í Húnavatnssýslur. Þar sem hálendið hafði ekki opnað og veðurspár voru samdóma um að veður yrði skást á landinu norðaustanverðu, ákváðum við að nýta ferðina og taka með okkur reiðhjól og vagn. Fengum við far með systur minni til veizlu en far frá veizlu til Akureyrar með móðurbróður mínum, sem einnig sótti ferminguna; gistum hjá honum aðfaranótt sunnudags.

Kjölur, 28. – 30. júlí 2020
Við Guðrún Hreinsdóttir vorum búin að tala um að hjóla Kjöl við tækifæri. Þ.e.a.s. ef góð veðurspá væri framundan og við í fríi. Mig minnir að hugmyndin hafi komið eftir að ég keyrði Kjöl á leiðinni heim eftir hálendisferðina 2019. Svo laugardaginn 25. júlí, að mig minnir, hringdi hún í mig og sagði að það væri góð spá framundan og hvort ég væri ekki til í að fara. Ég hélt það nú. Ég hafði svo samband við Kolbrúnu Sigmundsdóttir og Jón Torfason til að athuga stöðuna á þeim. Þau voru á leið í bæinn, að vestan og voru að sjálfsögðu til í að koma með. Brottfarardagur var ákveðinn 28. júlí og við ætluðum að hjóla suður sem er þægilegri leið þó að hækkunin sé aðeins meiri.

Aðeins ein vika leið frá því ég kláraði 11.000 kílómetra ferð þvert yfir Bandaríkin og þar til ég var staddur á Keflavíkurflugvelli að setja saman nýtt hjól og að hefja aðra ferð. Nokkrum mánuðum áður, í lok mars 2020, hafði ég gert hlé á stóru hjólaferðinni minni um Bandaríkin til að leita skjóls fyrir heimsfaraldrinum heima hjá foreldrum mínum í Texas. Nú finnst manni þetta hafa gerst fyrir löngu síðan.

Þriðjudagskvöldferðirnar hafa farið vel af stað þetta sumarið.  Ríflega 30 manns hafa mætt í ferðirnar, en við höfum hjólað Vestur í bæ, upp í Grafarholt, kring um Kópavog, upp í Heiðmörk og kíkt á kaffihús í Nauthólsvík.
Er ekki kominn tími á að rífa sig upp úr sófanum og koma með okkur eina kvöldstund?

Árni Davíðsson bretti niður skálmarnar á hjólabuxunum, gerði sér lítið fyrir og var mætingameistari þriðjudagskvöldferða Fjallahjólaklúbbsins árið 2019.  Fékk hann að launum Hjólabókina, eftir meistara Ómar Smára, blóm og konfekt.  

Í lok júlí sköpuðust aðstæður fyrir mig að fara í nokkuð langa hjólaferð. Ég hef lítil hjólað á hálendinu norður af Vatnajökli og þar sem langvarandi austanátt var í spilinum, beindi ég sjónum mínum að upphafsstað á Austurlandi. Ég fékk far til Akureyrar á föstudagskveldi, gisti hjá Ingvari frænda mínum og ætlaði að hefja leiðangurinn á laugardagsmorgni með því að taka strætó til Egilsstaða upp á Möðrudalsöræfi.

Afmælishátíð Fjallahjólaklúbbsins var haldin með pomp og prakt 27. júlí.  Við ákváðum að hafa þetta aðeins veglegra en pylsuhátíð vestur í bæ.  Leigðum bústað uppi í Heiðmörk og buðum upp á grillveislu, kaffi, köku, bjór, rautt, hvítt og gos.