Svipmyndir úr helgarferð helgina 12. - 14. júlí: Kerlingafjöll - Setur

Helgarferð með trússi. Mjög krefjandi fjallahjólaferð. Farið á föstudagskvöldi upp í Gíslaskála í Svartárbotnum á Kili. Hjólað fyrri daginn frá Gíslaskála upp í Kerlingafjöll. Þaðan norður fyrir Kerlingafjöll að skálanum Setur undir Hofsjökli um 45 km leið. Seinni daginn hjólað niður með Þjórsá í Gljúfurleit langleiðina niður í Hólaskóg, allt að 90km. Falleg, mjög krefjandi hjólaleið um sanda, hraun, gróðurvinjar og árvöð.

{oziogallery 461}