Michael Tran var með erindi í klúbbhúsi ÍFHK í vetur og fékk þar smá aðstoð við að móta frásögn sína og framsetningu af hjólaferð yfir Alpana. Nánar má fræðast um þetta á facebook síðu sem tilenkuð er verkefninu og fyrir neðan er nánari lýsing og tengill á bókina sjálfa á rafrænu formi.

Ups and Downs: A Cycling Journey across the Alps - Upp og ofan: Frásögn af hjólaferð yfir Alpana

Ups and Downs: A Cycling Journey Across the Alps eftir Michael Tran, grafískan hönnuð frá Listaháskóla Íslands (útskrift 2013), segir frá krefjandi hjólaferð Michaels frá París til München árið 2005. Bókin sameinar tvær helstu ástríður höfundarins: Hjólaferðalög og grafíska hönnun.

Michael dregur upp mynd af þeim líkamlegu og andlegu áskorunum sem ferðalagið hafði í för með sér. Hann nýtir til þess ýmsar sjónrænar aðferðir svo sem teikningar og prentlist. Það ásamt fjörugri frásögn dregur lesandann inn í sögu um hápunkta og lægðir ferðarinnar til München, útilegu í óspilltri náttúru og ýmislegt fleira sem tilheyrir slíku ferðalagi.

Um bókina
Ups and Downs er æfing í sjónrænni frásagnarlist, tækni sem gjarnan er nýtt til að útskýra margbrotin gögn eða upplýsingar. Bókin er lokaverkefni í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Í bókinni eru nítján sögur frá jafn mörgum dögum ferðalagsins og eru byggðar á dagbók höfundarins frá þessum tíma. Gröf og ljósmyndir eru settar fram til að draga fram hápunkta ferðalagsins. Um leið veita grafísk textameðferð og teikningar innsýn í hugsanir og andlegt ástand höfundarins meðan á ferðalaginu stóð. Blanda þessa tveggja sjónrænu þátta blæs lífi í sögurnar sem geta vakið upp sterk tilfinningaleg viðbrögð

Ups and Downs: A Cycling Journey Across the Alps
 
Um Michael Tran
Michael Tran er í útskriftarárgangi 2013 í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Michael er Ástrali. Hann hefur áður stundað nám í bankaviðskiptum, fjármálum og tölvunarfræði. Honum finnst þar af leiðandi sérstaklega heillandi að draga upp sjónræna mynd af upplýsingum, jafnt tölulegum sem öðrum. Áður en Michael fluttist til Íslands árið 2009 vann hann hjá UNESCO á sviði vefsamskipta í nokkur ár. Á þeim tíma varði hann öllum sumrum í hjólaferðalög um meginland Evrópu.

Ups and Downs: A Cycling Journey Across the Alps

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrir nánari upplýsingar: http://www.behance.net/Tranberg

Hægt er að skoða bókina á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands sem fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, frá 20. apríl til 5. maí 2013.

Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 17 og frá 10 til 20 á fimmtudögum.

Einnig er hægt að skoða bókina í reiðhjólaversluninni Kríu, Grandagarði 7.