Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins 2012Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins 2012 var haldin með pomp og prakt. Grillaðar pulsur ofan í liðið, svo var spjallað um heima og geima fram eftir kvöldi. Þeir sem voru í þriðjudagskvöldferðunum ákváðu að mæta prúðbúnir til hófs, gleymdist bara að láta þau boð ganga áfram til annara félagsmanna, enda almennt ekkert dress-code í klúbbnum og gestir mega koma eins og þeir eru klæddir, nema kannski þeir séu naktir.

 Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins 2012

Skoðið myndr frá kvöldinu í fullri stærð með því að smella hér fyrir neðan.

Myndir: Hrönn Harðardóttir