ht010526-01.jpg

Ferðin hófst við Árbæjarsafn kl.13:30. 26. maí 2001.
Þar var 15 manna hópur, en svo bættist í hópinn þegar leið á daginn.

 

ht010526-02.jpg

Farastjóri var Jói Le sem sá um allt stæðist í ferðinni. Lögreglan kom til að fylgja hópnum upp að afleggjaranum til Nesjavalla, því umferðin er þung á Suðurlandsvegi.    

 

 

ht010526-03.jpg

 

Freyr á trússbílnum stoppaði með reglulegu millibili svo hópurinn næði saman og gæti fengið sér næringu til að takast á við vindinn sem var í fangið.

 

ht010526-04.jpg

Veðrið var gott 7m/s, gola, 12°C. og alveg laust við rigninguna sem spáð hafði verið.

Fyrir framan Nesjavallavirkjun var síðasta stoppið áður en komið var að Úlfljótsvatni.
Þá var eftir 14 km leið á góðum malarvegi og kom hópurinn á áfangastað kl.18:30.    

 

ht010526-05.jpg
Þá fór fólk að grilla sér mat.

Seinna um kvöldið komu Magnús Bergs og
Guðrún og síðar Alda og Pétur.

 

ht010526-06.jpg

Morgunmatur hófst um kl. 10. Svo var bara að pakka og ganga frá. Síðan var lagt í
hann um hádegið, í þessu fína veðri.    
   
ht010527-07.jpg

 


Hluti úr hópnum að hjóla frá Úlfljótsvatni.

Á mynd:
Ari og Iðunn fremst,
Jói Le, Alda Jóns, Guðbjörg og Helga.
Það var mjög gott veður til að hjóla í bæinn, um 14°C hiti og vindurinn í bakið.

ht010527-08.jpg

Stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni en við gatnamótin við Suðurlandsveg var síðasta stoppið áður en hver fór til síns heima.
Það er oft gott að leita í trússbílinn hans Freys.

 

ht010527-09.jpg

Þegar stórviðgerðir og bilanir eiga sér stað er gripið í verkfaratöskuna góðu hjá Frey.


Fyrir hönd stjórnar vill ég þakka öllum sem voru með og þá ekki síst þeim Jóa Le og Frey fyrir að halda utan um hópinn.

Kveðja:

Halli Tryggva

Myndir og texti Haraldur Tryggvason

 

Lesið frásögn Ara um sömu ferð hér fyrir neðan

  

Fjölskylduferð að Úlfljótsvatni

Ferðin á Úlfljótsvatn byrjaði með því að allir sem ætluðu með hittust hjá Árbæjarsafni á laugardeginum 26. maí kl. 13.00. Veðrið var hið besta. Eftir að allir voru mættir og trússbíllinn hlaðinn dótinu okkar var lagt af stað kl. 13.30. Lögreglan fylgdi okkur út að Hafravatnsafleggjaranum og hjóluðum við sem leið lá en stoppuðum með 10-15 km millibili.

Loksins vorum við komin að Úlfljótsvatni eftir ca. 4 tíma hjólreiðar. Einhver fékk lykil að gamla skálanum þar sem við áttum að sofa. Eftir að við fengum lykilinn var farið í skálann og trússbílinn kominn. Flestir voru komnir eftir ca. 15 mínútur og byrjaðir að taka dótið sitt út úr trússbílnum.

Þegar að fólk var búið að koma sér fyrir birtust allt í einu Maggi og konan hans. Eftir stutta stund var byrjað að hita upp kolin. Þegar að þau voru orðin heit var byrjað að grilla ýmist pylsur eða kjöt. Eftir að allir voru búnir að borða var farið inn í matsal og spjallað. Alda og Pétur birtust þá með strákinn sinn í kerru og fóru að grilla eftir að allir voru búnir að borða. Við borðuðum svo nammi fram eftir kvöldi. Fólk fór að tínast í háttinn. Það fóru alltaf einn og einn í rúmið þar til að allir voru komnir í rúmið og sofnaðir.

Morguninn eftir þegar ég vaknaði var matsalurinn allur út í drasli eftir gærkvöldið, og voru allir byrjaðir að taka saman eftir morgunmatinn. Sumir lögðu af stað snemma um morguninn en aðrir upp úr hádegi. Veðrið var fínt og hittust allir í endann og biðu eftir þeim síðustu hjá Hafravatns afleggjaranum. Þetta er fyrsta langa ferðin mín með klúbbnum og var hún frábær og mun ég líka fara á næsta ári, ágætu ferðafélagar: Halli, Alda, Pétur, Maggi, Kiddi, Jói, Brynjólfur, Guðbjörg, Helga og þið öll hin takk fyrir frábæra ferð.

Ari

PS: Halli var síðastur.

© ÍFHK