"Þetta er verst fyrst, síðan smá versnar þetta og endar svo loks með ósköpum." Þessi leiðarlýsing er nú ekki til að stappa stálinu í mann til að fara í hálendisferð á gamla fjallahjólinu. Ég hafði aldrei hjólað erfiðari leið en uppi Heiðmörk og þótti nóg um. En eitthvað var það sem dró mig í þessa ferð vitandi það að vaða þurfti jökulár og klífa fjöll.

Samkvæmt ferðalýsingu átti að leggja af stað kl. 9 sunnudaginn 18. júlí 1993. Fara áttí með rútu frá Hvolsvelli upp á hálendið, nánar tiltekið til Hattafells. Þaðan átti að hjóla eftir síðasta hluta "Laugavegarins" þ.e. Emstrur, til Þórsmerkur.

Ég mætti stundvíslega klukkan 9:00 við Sælubúið, sem var miðstöð hjólreiðahátíðarinnar á Hvolsvelli. Ótrúlega margir virtust ætla að fara í þessa ferð enda fór það svo að ekki komust öll hjólin upp á rútuna heldur varð að hafa hluta þeirra inni á milli sætaraðanna. Alls fóru 24 með í ferðina, bæði vanir fjallahjólagarpar og venjulegir almúgamenn.

Samkvæmt hinni margrómuðu stundvísi var ekki lagt af stað fyrr en upp úr 10:00. Ekið var eftir mjög skemmtilegum troðningi upp á hálendið. Rútan stoppaði svo loks út á miðri sandauðn og okkur var sagt að stíga út. Allir voru mjög fegnir að fá loks að anda að sér fersku lofti eftír 1 1/2 tíma keyrslu. Svo voru öllum gefnir Garpar (frá Mjólkursamsölunni) og sagt að halda af stað.

Það var þó hægara sagt en gert. Sandurinn var svo laus í sér að nauðsynlegt var að hleypa úr dekkjunum en að íokum skreiddist hópurinn af stað, þó hægt færi. Sem betur fer var veðrið hið ákjósanlegasta og hægt að vera léttklæddur eins og siður er I eyðimörkum. Fyrstu tvo til þrjá kílómetrana var sandur en síðan komum víð inn á "Laugaveginn" sem var betri yfirferðar þó hann væri ekki hannaður með þarfir reiðhjóla í huga. En síðan byrjuðu brekkurnar.

Brekkur niður í móti eru svo sem í lagi en gallinn er að nauðsynlegt þykir að fara aftur upp og það væri svo sem líka í lagi ef ekkí væru brekkurnar þannig, að illfærar væru þær flestum, þó ekki væru þeir með þungt og óþægilegt hjól á bakinu. Sumir staðirnir þóttu svo illfærir að nauðsynlegt hafði þótt að setja reipi fyrir gangandi fólk til að halda í, svo það rynni ekki ofan í gljúfrin.
 

Fljótlega fór að teygjast úr hópnum og voru þeir duglegustu komnir langt á undan og kvörtuðu undan seinagangi hinna er aftar fóru. Sagt var í upphafi að það yrði farið hægt yfir og það var líka oft stoppað til hvíldar og til að njóta útsýnisins. Hrikaleg fjöll og jöklar blöstu við hvert sem maður leit og ekkí spillti veðrið fyrir útsýninu.

Emstrur - Þórsmörk

Loksins komum við að hinni hrikalegu jökulá. Þegar ég kom að henni voru flestir komnir yfir og flatmöguðu hinum megin. Kastaði einhver blautum skóm yfir og tók ég það sem merki um að ég ætti að nota þá til að vaða í yfir fljótið. Klæddi ég mig úr buxunum (var í stuttbuxum) og skiptí um skó. Síðan lyfti ég hjólinu upp á axlirnar og lagði af stað. Þetta var eflaust það kaldasta sem fæturnir á mér höfðu lent í og það straumharðasta. Yfir komst ég þó með þurra skó sem var meira en margir (nefni engin nöfn).

Þegar yfir þessa hindrun var komið var ekki langt eftir í Þórsmörk. Við komum fljótlega inn í fallegan birkiskóg þar sem við hjóluðum eftir fallegum stígum. Loks var komið á endastöð. Eftir 21 km og 5 klukkutíma streð var ágætt að komast á leiðarenda en þar sem "áætlunin" hljóðaði upp á að vera komin í Þórsmörk um klukkan 3:00 en ekki 5:00, var rútan farin en sem betur fer fengum við að njóta náttúrufegurðarinnar í Mörkinni klukkutíma lengur eða þar til önnur rúta kom. Svo var ekið til Hvolsvallar þar sem sumir lögðu af stað á hjólunum í bæinn en aðrir nýttu sér auðveldari leiðir.

Snævar Sigurðsson

Teikningar Jón Örn Bergsson

Birtist fyrst í Hjólhestinum október 1993