Nesjavallaferð ÍFHK 2009Myndir Magnúsar Bergs úr hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli eru loksins komnar á netið. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.

Við hittumst 16. maí við Árbæjarsafn og lögðum saman af stað þaðan. Samkvæmt hefðinni grilluðum við saman þegar á áfangastað var komið og þeir sem höfðu áhuga gátu svo fylgst með Eurovision um kvöldið. Að sjálfsögðu var heiti potturinn óspart notaður. Við hjóluðum svo saman til baka á sunnudeginum þegar allir voru búnir að kýla út kviðinn. Kveðja, Fjölnir Björgvinsson.

Smellið hér eða á myndina til að sjá galleríið.

Nesjavallaferð 2009