Margir fylgdust með ferð hann Sigga sem hjólaði til styrktar MS sjúklingum. Hér eru nokkrar myndir sem Magnús Bergsson tók af hinum frækna unga manni þegar hann hjólaði inn í Reykjavík 14/7/2000.

Mvc-a002.jpg
Mvc-a006.jpg
Mvc-a009.jpg
Mvc-a007.jpg
Mvc-a011.jpg
Mvc-a008.jpg
Mvc-b015.jpg
Mvc-b012.jpg
Mvc-b018.jpg
Mvc-b020.jpg
Mvc-b019.jpg
Mvc-b022.jpg
Mvc-b023.jpg
Mvc-c027.jpg
Mvc-c028.jpg
Mvc-c029.jpg
Mvc-c031.jpg
Mvc-c030.jpg
Mvc-c033.jpg
Mvc-c032.jpg
Mvc-c035.jpg
Mvc-c036.jpg
Mvc-c037.jpg
Mvc-d041.jpg
Mvc-d043.jpg Mvc-d044.jpg


Kannski fáum við betri lýsingu á þessarri frægðarferð seinna en svona var fjallað um heimkomuna á vef Morgunblaðsins:


Innlent | 14/7´00 13:10

Ungur eldhugi kominn á leiðarenda

Sigurður Tryggvi Tryggvason, sem safnað hefur áheitum til styrktar MS-félaginu með því að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur, komst á leiðarenda í hádeginu í dag þegar hann hjólaði sem leið lá að Perlunni.

Þar beið hans fjöldi fólks, þar á meðal Helgi Pétursson sem tók vel og innilega á móti honum fyrir hönd borgarstjórnar og hrósaði hann Sigurði sérstaklega fyrir þrautseigju sína og einurð. Tónlistarmaðurinn KK var einnig á staðnum og tók lagið við góðar undirtektir viðstaddra.

Aðspurður sagði Sigurður ferðina hafa verið næstum endalausa fyrir sig og fyrir vikið væri hann orðinn mjög þreyttur. Eina óvænta atvikið sem hann gat nefnt úr ferðinni var þegar bremsurnar á hjólinu hans biluðu, en sem betur fer hafi aðstoðarmaður hans verið fljótur að kippa því í lag.

Segja má að ferð Sigurðar Tryggva hafi verið til fjár, því í þann mund sem hann komst á leiðarenda höfðu alls þrjár milljónir safnast til styrktar MS-sjúklingum.

Myndir: Magnús Bergsson
Texti: Páll Guðjónsson og www.mbl.is